Peningamál - 01.03.2004, Síða 53

Peningamál - 01.03.2004, Síða 53
Hrein erlend staða banka og sparisjóða versnaði töluvert á undanförnum árum Í umfjöllun um erlendar skuldir viðskiptabanka og sparisjóða hefur vakið athygli hversu hratt skuldastaðan hefur vaxið á síðustu árum og hversu skammvinnt lánsféð er. Erlendar eignir hafa einnig aukist sem þýðir að hrein skuldastaða hefur vaxið minna en verg staða. Aðgreining í hreina og verga stöðu skiptir máli þegar fjallað er um fjármálastöðug- leika þannig að ekki nægir að fylgjast eingöngu með skuldum umfram eignir. Eðlismunur er á eignum og skuldum og áhættustig þeirra er mismunandi. Erlend- ar skuldir banka og sparisjóða eru útgefin skuldabréf og bankalán en eignirnar eru útlán til erlendra lántak- enda, innstæður erlendis auk hlutabréfa og annarra verðbréfa. Eins og sjá má af súluritinu voru heildarskuldir ríflega 742 ma.kr. í lok liðins árs en hrein staða er- lendra skulda hafði vaxið úr um 201 ma.kr. í árslok 1999 í um 430 ma.kr. í desember sl. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fór hrein skuldastaða úr 33% í 53% á sama tímabili. Þessu mikla innstreymi er- lends fjár hefur verið ráðstafað til gengisbundinna útlána til innlendra og erlendra fyrirtækja en að litlu leyti til heimila en 4,1% af útlánum innlánsstofnana til heimila voru gengisbundin í árslok 2003. Eftir því sem gengisbinding útlána eykst verður algengara að slík lán séu veitt til innlendra aðila sem hafa ekki gjaldeyristekjur. Því fylgir sérstök áhætta. Með regl- um Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð er séð til þess að heildarupphæðir gengisbundinna eigna og skulda eru nánast í jafnvægi hjá bönkum og sparisjóðum. Sú regla dregur úr beinni gengisáhættu banka og spari- sjóða en hið sama á ekki við um viðskiptamenn þeirra. Nánari greining erlendrar stöðu þriggja stærstu við- skiptabankanna Ef litið er á árið 2003 í heild sinni er ljóst að kröfur erlendra aðila á banka og sparisjóði jukust mikið á ár- inu eða um ríflega 69%. Kröfur banka og sparisjóða á erlenda aðila á sama tímabili jukust þó enn meira hlutfallslega, eða um 148%. Þrátt fyrir það hefur hrein erlend staða á árinu 2003 versnað eins og sjá má á mynd 1. En í hvaða bókhaldsliðum ætli hafi orðið mesta breytingin á síðasta ári? Til að kanna það voru tölur úr eftirstöðvaskýrslum, peningamálayfirlitum og lausafjáryfirlitum þriggja stærstu viðskiptabankanna bornar saman og reynt að sjá hver þróunin var. Í sam- anburðinum voru tölur Kaupþings banka hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. sameinaðar vegna erlendu stöðunnar í árslok 2002 og bornar saman við tölur fyrir KB banka hf. þann 31. desember sl. Á síðasta ári var Glitnir hf. sameinaður Íslandsbanka hf. og ýmis minni innlend fjármálafyrirtæki gengu kaupum og sölum sem gætu haft áhrif á þennan samanburð auk þess sem KB banki hf. keypti nokkur erlend fjármála- fyrirtæki. Ekki var reynt að lagfæra fyrir þessum atriðum. Einnig eru þær skýrslur sem notaður eru sem grunnur fyrir samanburðinn ekki samanburðar- hæfar í öllum tilfellum en ættu þó að gefa ágæta heildarmynd. Kröfur viðskiptabankanna á erlenda aðila jukust töluvert á árinu 2003 … Kröfur banka og sparisjóða á erlenda aðila jukust um ríflega 186 ma.kr. frá árslokum 2002 til ársloka 2003. Ef eingöngu er litið á viðskiptabankana þrjá var aukningin u.þ.b. sú sama. Eftirstöðvatími krafna banka og sparisjóða styttist aðeins á árinu 2003 en á mynd 2 má sjá hlutfall krafna innan mismunandi tímabelta. Ef skoðaðar eru breytingar á einstökum eignaliðum hjá viðskiptabönkunum þremur skýra 52 PENINGAMÁL 2004/1 Viðauki – Erlendar skuldir banka og sparisjóða og kerfisbreytingar Heimild: Seðlabanki Íslands. 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 1 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 200 400 -200 -400 -600 -800 Ma.kr. 0 -10 -20 -30 -40 -50 -60 % af VLF Skuldir Eignir Nettóstaða Nettóstaða (% af VLF) Staða viðskiptabanka og sparisjóða gagnvart erlendum aðilum 1998-2004 Mynd 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.