Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 58

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 58
1. Inngangur Hagfræðingum hefur lengi verið ljóst mikilvægi þess að skapa verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu. Það stuðlar að lítilli og stöðugri verðbólgu, sem flest- ir telja að eigi að vera meginmarkmið peningastefn- unnar. Um leið er almennt talið að rammi stefnunnar þurfi að fela í sér nægilegt svigrúm til þess að bregðast við tímabundnum ófyrirséðum sveiflum í hagkerfinu og stuðla þannig að því að dempa hag- sveifluna án þess þó að setja í hættu trúverðugleika meginmarkmiðsins. Það hefur hins vegar reynst þrautinni þyngra að sameina þessi tvö sjónarmið í reynd. Notkun eðal- málma sem akkeris peningastefnunnar þótti of ósveigjanleg en hrein hentistefna án skýrs markmiðs leiddi til of mikillar verðbólgu án þess að skila aukn- um hagvexti eða minni hagsveiflum. Viðmiðunar- reglur um vöxt peningamagns þóttu gefa trúverðuga kjölfestu en vandamálið var að samband þessa akkeris og lokamarkmiðs peningastefnunnar um verðstöðugleika reyndist æ ótraustara eftir því sem þróun fjármálamarkaða fleygði fram. Fyrir vikið varð það nánast ónothæft sem áreiðanlegur leiðarvís- ir fyrir peningastefnuna. Fast gengi innlends gjald- miðils gat einnig skapað peningastefnunni kjölfestu. Segja má að viðkomandi seðlabanki hafi flutt inn trúverðugleika peningastefnu þess seðlabanka sem stýrði þeim gjaldmiðli sem gengið var fest við. Með auknu frjálsræði fjármagnshreyfinga komu gallar stefnunnar hins vegar skýrt í ljós og á síðustu árum hafa æ fleiri ríki horfið frá einhliða fastgengisstefnu og tekið upp ,,harða“ fastgengisstefnu (eins og t.d. sameiginlega mynt, samanber evruríki) eða flotgeng- isstefnu með annars konar kjölfestu fyrir peninga- stefnuna. Dæmi um slíka kjölfestu er formlegt verðbólgu- markmið, en á síðustu árum hefur þeim ríkjum fjölgað sem hafa tekið upp slíka stefnu og eru nú ríki á verðbólgumarkmiði í öllum heimsálfum. Fjöldi annarra ríkja hefur tekið upp stefnu sem ber mörg einkenni verðbólgumarkmiðsstefnunnar og nokkur þeirra íhuga að taka formlega upp slíka stefnu á næstu árum. Ástæða vaxandi vinsælda er að með formlegu verðbólgumarkmiði þykir hafa tekist að sameina sjónarmiðin tvö að skapa peningastefnunni trúverðugt og gagnsætt akkeri en jafnframt að veita henni nægilegt svigrúm til að bregðast við skamm- tímasveiflum í efnahagslífinu án þess að ógna trúverðugleika stefnunnar. Reynsla þeirra ríkja sem PENINGAMÁL 2004/1 57 Frá því að Nýja-Sjáland tók fyrst upp verðbólgumarkmið snemma árs 1990 hefur ríkjum sem gert hafa verðbólgumarkmið að formlegum grundvelli peningastefnu sinnar fjölgað hratt og eru þau nú orðin 21. Í þessari grein er fjallað um einkenni þessara ríkja og þau borin saman við ríki sem ekki hafa tekið upp verðbólgumarkmið. Fjallað er um mismunandi útfærslu verðbólgumarkmiðs innan ríkjahópsins og þróun stefnunnar innan einstakra ríkja. Þórarinn G. Pétursson1 Útfærsla verðbólgumarkmiðsstefnu víða um heim 1. Höfundur er deildarstjóri rannsóknardeildar hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands og lektor við Háskólann í Reykjavík. Höfundur vill þakka Guðmundi Sigfinnssyni fyrir aðstoð við gagnaöflun og Arnóri Sig- hvatssyni, Ásgeiri Daníelssyni, Birni Haukssyni, Ingimundi Friðriks- syni, Jóni Steinssyni, Kristjóni Kolbeins, Lúðvík Elíassyni, Má Guð- mundssyni, Tómasi Erni Kristinssyni og málstofugestum á fyrirlestri í Seðlabanka Íslands þann 24. nóvember 2003 gagnlegar ábendingar. Þær skoðanir sem hér koma fram eru höfundar og þurfa ekki að endur- spegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Grein þessi er fyrri hluti rannsókn- ar á fyrirkomulagi og reynslu af verðbólgumarkmiðsstefnu víða um heim. Seinni hlutinn er væntanlegur í Fjármálatíðindum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.