Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 61

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 61
opinbera verðbólguspá. Fyrirfram dagsettir fundir peningastefnunefnda voru að sama skapi ekki teknir upp í Ástralíu og Kanada fyrr en nokkru eftir upptöku markmiðsins og hafa enn ekki verið teknir upp á Íslandi (sjá umfjöllun í fjórða kafla). Að lokum má geta þess að í könnun sem Schmidt- Hebbel og Tapia (2002) gerðu meðal verðbólgumark- miðsríkjanna kemur fram að einungis tólf af tuttugu seðlabönkunum í könnuninni túlkuðu verðbólguspá sína sem millimarkmið peningastefnunnar. Reynslan virðist því sú að hinn nýi rammi hafi yf- irleitt verið fremur einfaldur í sniðum í upphafi og síðan smám saman verið betrumbættur eftir því sem reynsla seðlabankanna af honum jókst. Líklega má segja að Brasilía og Ísland, og e.t.v. Tékkland, séu einu ríkin sem tekið hafa upp verðbólgumarkmið með nánast öllu tilheyrandi strax frá upphafi. Út frá ofangreindu virðist sem peningastefnu með verðbólgumarkmiði sé best lýst sem almennum ramma þar sem bestu eiginleikar mismunandi forms peningastefnu eru teknir upp og festir í sessi,4 frem- ur en sem eiginlegri nýrri tegund peningastefnu eða sem formlegri peningastefnureglu (Bernanke o.fl., 1999). Þó má segja að megineinkenni verðbólgu- markmiðsstefnu felist í opinberri yfirlýsingu um tölulegt verðbólgumarkmið sem seðlabankinn skuld- bindur sig til að halda verðbólgu sem næst með framsýnni peningastefnu. Þar gegnir verðbólguspá bankans til næstu tveggja ára lykilhlutverki við að miðla upplýsingum um peningastefnuna og væntan- leg næstu skref hennar auk þess sem kvaðir um reglulega birtingu verðbólguspár og trúverðugrar greiningar sem leiðir til hennar veita seðlabankanum mikilvægt aðhald. Jafnframt einkennir stefnuna að lögð er mikil áhersla á stofnanalegan stuðning við markmiðið og á gagnsæi ákvarðana og reikningsskil bankans þannig að ljóst sé að verðbólgumarkmiðið sé tekið alvarlega og trúverðugleiki þess sé sem best tryggður.5 Stefnan er þó nægilega sveigjanleg til að hægt sé að taka tillit til skammtímaþróunar raunhag- kerfisins. Peningastefna með verðbólgumarkmiði sameinar því kosti harðrar peningastefnureglu (e. monetary policy rule) og sveigjanleika peningastefnu sem fylgir ekki neinni skilgreindri reglu (e. pure discretionary monetary policy), enda lýsa Bernanke o.fl. (1999) peningastefnu með verðbólgumarkmiði sem peningastefnu með sveigjanlegu aðhaldi (e. constrained discretion), þar sem verðbólgumark- miðið veitir aðhaldið en túlkun og útfærsla þess gef- ur sveigjanleikann.6 2.2. Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi áður en verðbólgumarkmið er tekið upp? Því er oft haldið fram að áður en ríki taka upp verðbólgumarkmið verði þau að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði af því er varðar stofnanauppbygg- ingu, markaðsaðstæður og efnahagsaðstæður al- mennt. Þessum ráðleggingum hefur sérstaklega verið beint til þróunar- og nýmarkaðsríkja.7 Meðal þess sem lögð hefur verið áhersla á varðandi stofnanalegan stuðning við verðbólgumark- miðið er að löggjöf seðlabankans þurfi að kveða skýrt á að verðstöðugleiki sé meginmarkmið pen- ingastefnunnar og að önnur markmið, ef þau eru til- greind á annað borð, séu sett til hliðar stangist þau á við markmiðið um verðstöðugleika. Jafnframt er talið mikilvægt að seðlabankinn hafi fullt sjálfstæði til að ná þessu markmiði og að innan bankans sé nægileg þekking á miðlunarferli peningastefnunnar og geta til að spá verðbólgu með sæmilegri ná- kvæmni þar sem verðbólguspá bankans þjónar í raun hlutverki millimarkmiðs stefnunnar eins og áður hefur komið fram. 60 PENINGAMÁL 2004/1 4. Þetta kemur t.d. glögglega fram í umræðum meðal seðlabankastjóra verðbólgumarkmiðsríkja sem skráðar eru í Sterne (2002). 5. Þetta eru allt einkenni sem finna má hjá öðrum seðlabönkum, án þess að þeir séu á verðbólgumarkmiði, en peningastefna með verðbólgu- markmiði er eina stefnan þar sem öll þessi einkenni eru fyrir hendi inn- an sama ramma. Þannig má t.d. segja að þýski seðlabankinn hafi verið frumkvöðull í notkun tölulegra markmiða við stjórn peningamála og sá bandaríski í notkun framsýnnar peningastefnu. Báðir þessir eiginleikar einkenna peningastefnu með verðbólgumarkmiði. 6. Það felst því ekki í peningastefnu með verðbólgumarkmiði að breyta seðlabankanum í starfsvettvang ,,óðra verðbólgubana“ (e. inflation nut- ters) svo að orðum Mervyn Kings, núverandi bankastjóra Englands- banka, sé snúið yfir á íslensku (King, 1996). Í fræðilegum rannsóknum á mismunandi peningastefnum er oft gerður greinarmunur á hörðu verðbólgumarkmiði (e. strict inflation targeting), þar sem verðbólgu- markmiðið skiptir eingöngu máli, og sveigjanlegu verðbólgumarkmiði (e. flexible inflation targeting), þar sem einnig er tekið tillit til annarra hagstærða, sjá t.d. Svensson (2001). Enginn seðlabanki á verðbólgu- markmiði fylgir hinu stranga formi stefnunnar, þótt e.t.v. megi halda því fram að seðlabankar Nýja-Sjálands og Ísraels hafi komist nokkuð nálægt því á fyrstu árum stefnunnar þar í landi. Sjá nánari umfjöllun í grein höfundar (2004). 7. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á þessi skilyrði í ritum sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, samanber t.d. Masson o.fl. (1997), Schaechter o.fl. (2000), Carare o.fl. (2002).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.