Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 64
3. Verðbólgumarkmiðsríkin: uppbygging
og aðdragandi upptöku verðbólgumarkmiðs
3.1. Tímasetning og aðdragandi verðbólgu-
markmiðs
Miðað við þá eiginleika sem peningastefna með
verðbólgumarkmiði er oftast talin fela í sér má segja
að 23 ríki hafi fylgt verðbólgumarkmiðsstefnu: það
21 ríki sem kemur fram í töflu 1, ásamt Finnlandi og
Spáni sem hurfu af verðbólgumarkmiði með
inngöngu í Myntbandalag Evrópu í janúar 1999.
Yfirleitt er Sviss talið meðal verðbólgumark-
miðsríkjanna þótt seðlabanki Sviss telji það ekki
sjálfur (sjá t.d. Rich, 2000). Sviss er haft með hér þar
sem peningastefnan í Sviss hefur í raun alla ofan-
greinda eiginleika peningastefnu með verðbólgu-
markmiði auk þess sem nokkur hefð er fyrir því að
hafa það með (sjá þó Truman, 2003, sem telur Sviss
ekki með).
Meira misræmis gætir hins vegar í ákvörðun
tímasetningar upptöku verðbólgumarkmiðs sumra
ríkjanna. Meginorsök þessa ósamræmis liggur í því
að í mörgum tilvikum átti upptaka verðbólgumark-
miðs sér nokkurn aðdraganda. Seðlabankarnir gáfu
sér í þessum tilfellum tíma til að laga innri starfsemi
sína að nýrri stefnu, þótt upphaf stefnunnar hafi verið
tilkynnt með nokkrum fyrirvara. Þar að auki tóku
sumir seðlabankar sér nokkurn tíma til að tileinka sér
alla meginþætti verðbólgumarkmiðsins sem fjallað
var um að ofan. Þetta gerir það að verkum að ná-
kvæm tímasetning upphafs verðbólgumarkmiðsins
getur verið breytileg eftir því hvaða eiginleika stefn-
an er talin þurfa að uppfylla áður en hægt er að tala
um að búið sé að taka upp verðbólgumarkmiðið.
Einn möguleikinn væri að miða við þá dagsetningu
þegar viðkomandi seðlabanki hefur tileinkað sér alla
ofangreinda eiginleika. Annar möguleiki væri að
miða við þann tíma þegar fyrst var tilkynnt um tölu-
legt verðbólgumarkmið jafnvel þótt bankinn hafi
ekki tileinkað sér neina aðra eiginleika stefnunnar og
jafnvel formlega fylgt annarri peningastefnu jafn-
hliða.
Í þessari grein er fylgt tímasetningum Fracassos
o.fl. (2003), sem aftur fylgja tímasetningum
Mishkins og Schmidt-Hebbels (2001), nema þar sem
viðkomandi seðlabankar hafa tilgreint aðrar tíma-
setningar (Nýja-Sjáland, Perú, Suður-Kórea og Taí-
land). Á þessu eru þó þrjár undantekningar. Fracasso
o.fl. (2003) telja að Nýja-Sjáland hafi tekið upp
verðbólgumarkmið í apríl 1988 þegar tölulegt verð-
bólguviðmið kemur fyrst fram í fjárlagafrumvarpi
ríkisstjórnar Nýja-Sjálands. Hér er hins vegar fylgt
fordæmi Mishkins og Schmidt-Hebbels (2001) og
miðað við mars 1990 þegar fyrsta yfirlýsing fjár-
málaráðherra og seðlabankastjóra um tölulegt verð-
bólgumarkmið fyrir seðlabankann var lögð fram.10
Annað ríkið er Chíle. Hér er fylgt fordæmi Trumans
(2003) og miðað við september 1990, þegar seðla-
banki Chíle gaf út sitt fyrsta verðbólgumarkmið,
fremur en janúar 1991, eins og Fracasso o.fl. (2003),
en það er fyrsta almanaksárið sem verðbólgumark-
miðið var í gildi. Sumir, eins og Schaechter o.fl.
(2000) hafa hins vegar viljað miða við september
1999, en þá loks var gengisskriðskerfið sem seðla-
bankinn hafði til hliðar við verðbólgumarkmiðið, af-
numið.11 Þriðja ríkið er síðan Ástralía en hér er
Schaechter o.fl. (2000) fylgt og miðað við apríl 1993
þegar seðlabanki Ástralíu tilkynnti fyrst upptöku
hinnar nýju stefnu, fremur en september 1994 þegar
fyrst kom fram opinberlega hvert hið tölulega mark-
mið nákvæmlega var (sjá t.d. Bernanke o.fl., 1999).
Eins og sjá má í töflu 1 er algengast að ríki hafa
horfið frá fastgengisstefnu yfir á verðbólgumarkmið
(tíu ríki) en það er athyglisvert að þrjú þeirra til-
greindu ekkert opinbert akkeri peningastefnunnar
áður en verðbólgumarkmið var tekið upp.12 Nokkuð
misjafnt er hver var meginástæða þess að verðbólgu-
markmið var tekið upp. Í fjórum tilvikum voru seðla-
PENINGAMÁL 2004/1 63
10. Aðrir hafa viljað miða við júlí 1989 (t.d. Schaechter o.fl., 2000), þegar
nýtt frumvarp til laga um seðlabankann var lagt fyrir þing, eða desem-
ber 1989 (t.d. Truman, 2003), þegar nýja frumvarpið var gert að
lögum. Þetta dæmi sýnir glögglega hvers konar álitamál getur verið um
að ræða við tímasetningu upptöku verðbólgumarkmiðs.
11. Stundum er einnig miðað við að stefnan hafi verið tekin upp síðar í
Ísrael og Póllandi og er þá einnig miðað við upptöku fullmótaðrar
verðbólgumarkmiðsstefnu, sem var í júní 1997 í Ísrael og mars 1999 í
Póllandi. Sumir hafa einnig miðað við að verðbólgumarkmið hafi
verið tekið upp fyrr á Filippseyjum, Kólumbíu, Mexíkó og Perú en hér
er miðað við. Er þá miðað við þann tíma sem seðlabankar þessara ríkja
hófu að gefa út töluleg verðbólguviðmið fyrir komandi ár, sem var
1994 í Perú og 1995 á Filippseyjum, Kólumbíu og Mexíkó.
12. Nýja-Sjáland byggði á fastgengisstefnu, á meðan Ástralía og Kanada
höfðu reynt að notast við peningamagn sem kjölfestu peningastefn-
unnar fram undir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Mexíkó og Taí-
land höfðu fram undir miðjan tíunda áratuginn notast við fastgengis-
stefnu en eftir spákaupmennskuárásir á gjaldmiðla þeirra hurfu þau
yfir á peningamagnsmarkmið og þaðan yfir á verðbólgumarkmið örfá-
um árum síðar.