Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 64

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 64
3. Verðbólgumarkmiðsríkin: uppbygging og aðdragandi upptöku verðbólgumarkmiðs 3.1. Tímasetning og aðdragandi verðbólgu- markmiðs Miðað við þá eiginleika sem peningastefna með verðbólgumarkmiði er oftast talin fela í sér má segja að 23 ríki hafi fylgt verðbólgumarkmiðsstefnu: það 21 ríki sem kemur fram í töflu 1, ásamt Finnlandi og Spáni sem hurfu af verðbólgumarkmiði með inngöngu í Myntbandalag Evrópu í janúar 1999. Yfirleitt er Sviss talið meðal verðbólgumark- miðsríkjanna þótt seðlabanki Sviss telji það ekki sjálfur (sjá t.d. Rich, 2000). Sviss er haft með hér þar sem peningastefnan í Sviss hefur í raun alla ofan- greinda eiginleika peningastefnu með verðbólgu- markmiði auk þess sem nokkur hefð er fyrir því að hafa það með (sjá þó Truman, 2003, sem telur Sviss ekki með). Meira misræmis gætir hins vegar í ákvörðun tímasetningar upptöku verðbólgumarkmiðs sumra ríkjanna. Meginorsök þessa ósamræmis liggur í því að í mörgum tilvikum átti upptaka verðbólgumark- miðs sér nokkurn aðdraganda. Seðlabankarnir gáfu sér í þessum tilfellum tíma til að laga innri starfsemi sína að nýrri stefnu, þótt upphaf stefnunnar hafi verið tilkynnt með nokkrum fyrirvara. Þar að auki tóku sumir seðlabankar sér nokkurn tíma til að tileinka sér alla meginþætti verðbólgumarkmiðsins sem fjallað var um að ofan. Þetta gerir það að verkum að ná- kvæm tímasetning upphafs verðbólgumarkmiðsins getur verið breytileg eftir því hvaða eiginleika stefn- an er talin þurfa að uppfylla áður en hægt er að tala um að búið sé að taka upp verðbólgumarkmiðið. Einn möguleikinn væri að miða við þá dagsetningu þegar viðkomandi seðlabanki hefur tileinkað sér alla ofangreinda eiginleika. Annar möguleiki væri að miða við þann tíma þegar fyrst var tilkynnt um tölu- legt verðbólgumarkmið jafnvel þótt bankinn hafi ekki tileinkað sér neina aðra eiginleika stefnunnar og jafnvel formlega fylgt annarri peningastefnu jafn- hliða. Í þessari grein er fylgt tímasetningum Fracassos o.fl. (2003), sem aftur fylgja tímasetningum Mishkins og Schmidt-Hebbels (2001), nema þar sem viðkomandi seðlabankar hafa tilgreint aðrar tíma- setningar (Nýja-Sjáland, Perú, Suður-Kórea og Taí- land). Á þessu eru þó þrjár undantekningar. Fracasso o.fl. (2003) telja að Nýja-Sjáland hafi tekið upp verðbólgumarkmið í apríl 1988 þegar tölulegt verð- bólguviðmið kemur fyrst fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Nýja-Sjálands. Hér er hins vegar fylgt fordæmi Mishkins og Schmidt-Hebbels (2001) og miðað við mars 1990 þegar fyrsta yfirlýsing fjár- málaráðherra og seðlabankastjóra um tölulegt verð- bólgumarkmið fyrir seðlabankann var lögð fram.10 Annað ríkið er Chíle. Hér er fylgt fordæmi Trumans (2003) og miðað við september 1990, þegar seðla- banki Chíle gaf út sitt fyrsta verðbólgumarkmið, fremur en janúar 1991, eins og Fracasso o.fl. (2003), en það er fyrsta almanaksárið sem verðbólgumark- miðið var í gildi. Sumir, eins og Schaechter o.fl. (2000) hafa hins vegar viljað miða við september 1999, en þá loks var gengisskriðskerfið sem seðla- bankinn hafði til hliðar við verðbólgumarkmiðið, af- numið.11 Þriðja ríkið er síðan Ástralía en hér er Schaechter o.fl. (2000) fylgt og miðað við apríl 1993 þegar seðlabanki Ástralíu tilkynnti fyrst upptöku hinnar nýju stefnu, fremur en september 1994 þegar fyrst kom fram opinberlega hvert hið tölulega mark- mið nákvæmlega var (sjá t.d. Bernanke o.fl., 1999). Eins og sjá má í töflu 1 er algengast að ríki hafa horfið frá fastgengisstefnu yfir á verðbólgumarkmið (tíu ríki) en það er athyglisvert að þrjú þeirra til- greindu ekkert opinbert akkeri peningastefnunnar áður en verðbólgumarkmið var tekið upp.12 Nokkuð misjafnt er hver var meginástæða þess að verðbólgu- markmið var tekið upp. Í fjórum tilvikum voru seðla- PENINGAMÁL 2004/1 63 10. Aðrir hafa viljað miða við júlí 1989 (t.d. Schaechter o.fl., 2000), þegar nýtt frumvarp til laga um seðlabankann var lagt fyrir þing, eða desem- ber 1989 (t.d. Truman, 2003), þegar nýja frumvarpið var gert að lögum. Þetta dæmi sýnir glögglega hvers konar álitamál getur verið um að ræða við tímasetningu upptöku verðbólgumarkmiðs. 11. Stundum er einnig miðað við að stefnan hafi verið tekin upp síðar í Ísrael og Póllandi og er þá einnig miðað við upptöku fullmótaðrar verðbólgumarkmiðsstefnu, sem var í júní 1997 í Ísrael og mars 1999 í Póllandi. Sumir hafa einnig miðað við að verðbólgumarkmið hafi verið tekið upp fyrr á Filippseyjum, Kólumbíu, Mexíkó og Perú en hér er miðað við. Er þá miðað við þann tíma sem seðlabankar þessara ríkja hófu að gefa út töluleg verðbólguviðmið fyrir komandi ár, sem var 1994 í Perú og 1995 á Filippseyjum, Kólumbíu og Mexíkó. 12. Nýja-Sjáland byggði á fastgengisstefnu, á meðan Ástralía og Kanada höfðu reynt að notast við peningamagn sem kjölfestu peningastefn- unnar fram undir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Mexíkó og Taí- land höfðu fram undir miðjan tíunda áratuginn notast við fastgengis- stefnu en eftir spákaupmennskuárásir á gjaldmiðla þeirra hurfu þau yfir á peningamagnsmarkmið og þaðan yfir á verðbólgumarkmið örfá- um árum síðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.