Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 75

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 75
forðast óhóflegar sveiflur í stjórntækjum sínum en of stuttur viðmiðunartími getur leitt til stýrivanda, þ.e. erfiðara verður að ná markmiðinu og hætt er við að sveiflur í vöxtum aukist en það eykur óvissu og kyndir undir auknum hagsveiflum. Á meðan á aðlög- unarferlinu að langtímamarkmiðinu stendur er hins vegar algengt að seðlabankarnir setji sér skammtíma- markmið, oft til eins árs eða nokkurra ára í senn.24 Þannig gefst bönkunum svigrúm til að nýta sér óvænta verðbólguhjöðnun (sjá nánari umfjöllun í grein höfundar, 2004). Þessi ríki hafa síðan jafnan lengt tímarammann þegar aðlögunarferlinu lýkur. Í töflu 5 kemur einnig fram að sjö ríki hafa skil- greint svokallaðar flóttaleiðir, þar sem leyfileg frávik frá verðbólgumarkmiðinu eru skilgreind fyrirfram. Í flestum tilfellum er um að ræða almennar verð- breytingar sem rekja má beint til framboðshnykkja eins og breytinga á óbeinum sköttum og viðskipta- kjörum sem almennt er talið að peningastefnan eigi ekki að bregðast við í fyrstu atrennu (sjá t.d. um- fjöllun í grein höfundar í Peningamálum, 2002/4).25 Að lokum er rétt að leggja áherslu á að túlkun og framkvæmd stefnunnar getur einnig breyst innan sama lagaramma. Sem dæmi má nefna túlkun ný-sjá- lenska seðlabankans á verðbólgumarkmiðsbilinu á fyrstu árum hinnar nýju stefnu en svo virðist sem bankinn hafi túlkað það sem ,,rafmagnsgirðingu“ sem ekki mætti undir neinum kringumstæðum fara út fyrir (sjá t.d. Schaechter o.fl., 2000, og Svensson, 2001). Á síðustu árum hefur bankinn hins vegar verið mun sveigjanlegri í túlkun sinni á stefnunni, enda sætti hann nokkurri gagnrýni fyrir þessa túlkun. Annað dæmi er framkvæmd peningastefnunnar í Ís- rael á fyrstu árum verðbólgumarkmiðsins (sjá t.d. Truman, 2003). Almennt virðist gilda að taki seðla- bankar upp verðbólgumarkmið með tiltölulega háa verðbólgu og lítinn trúverðugleika, sé verðbólgu- markmiðið túlkað mjög stíft til að byrja með á meðan bankinn er að vinna sér inn trúverðugleika sem verð- bólgubani. Eftir því sem tíminn líður og slíkur trú- verðugleiki ávinnst, virðast bankarnir leyfa sér meiri sveigjanleika við mótun peningastefnunnar.26 4.3. Ákvarðanir í peningamálum Í ljósi þeirrar staðreyndar að ákvarðanir í peninga- málum fela yfirleitt í sér ólík sjónarmið um stöðu hagkerfisins á hverjum tíma og framtíðarþróun þess, er eðlilegt að fleiri en einn aðili komi að ákvörðun- inni, enda eru þær í langflestum tilvikum teknar af fjölskipuðum peningamálaráðum, þrátt fyrir að bankastjórinn sé eingöngu einn í öllum þeim tilvik- um, eins og sjá má í töflu 6. Þetta er einnig í sam- ræmi við nýlega rannsókn Lombardelli o.fl. (2002) í tilraunahagfræði sem gefur til kynna að fjölskipuð nefnd nái betri árangri í stjórn peningamála en ein- staklingar. Yfirleitt er um að ræða hreina peningastefnu- nefnd sem eingöngu á því hlutverki að gegna að taka ákvarðanir í peningamálum og hafa sumir bankanna, eins og t.d. Englandsbanki, jafnvel skipað utanað- komandi sérfræðinga nefndarmenn. Í sumum ríkjum er þetta hlutverk hins vegar í höndum framkvæmda- stjórnar bankans sem jafnframt ber ábyrgð á öllum daglegum rekstri hans, eins og t.d. í Svíþjóð.27 Að- eins í tveimur tilfellum er ákvörðunin tekin af banka- stjóranum einum, þótt þeir leiti ráðgjafar næstráð- enda sinna í báðum tilvikum.28 Með því að láta ákvarðanirnar í hendur fjölskipaðs peningamálaráðs komast fleiri sjónarmið að við ákvarðanatökuna, auk þess sem ráðgjöf næstráðenda bankastjóranna er formfest og þannig þurfa þessir næstráðendur frekar að standa reikningsskil ráðgjafar sinnar en ef banka- stjórinn tekur ákvörðunina formlega einn en nýtur ráðgjafar þeirra með óformlegum hætti. Tveir seðla- bankar fara eins konar millileið þar sem ákvörðunin er tekin af fjölskipaðri bankastjórn sem nýtur síðan 74 PENINGAMÁL 2004/1 24. Flest þessara ríkja hafa samhliða því að skilgreina árleg skammtíma- markmið, skilgreint langtímamarkmið stefnunnar sem þau stefna að þegar aðlögunarferlinu er lokið. Í mörgum tilvikum hefur tímasetning gildistöku langtímamarkmiðsins einnig verið formfest fyrirfram. 25. Lendi seðlabanki, sem hefur ekki skilgreindar flóttaleiðir, í slíkum aðstæðum er yfirleitt reynt að skýra viðbrögð bankans með skilmerki- legum hætti í stað þess að skilgreina viðbrögðin fyrirfram með flótta- ákvæðum. 26. Verðbólgumarkmiðsstefnan er því meira í ætt við hart verðbólgumark- mið framan af en breytist síðan í sveigjanlegt verðbólgumarkmið. Ástralski seðlabankinn er hins vegar dæmi um banka sem ávallt hefur túlkað verðbólgumarkmiðið mjög sveigjanlega. 27. Því má færa rök fyrir því að ákvörðunarvaldið í Svíþjóð sé í raun í höndum fjölskipaðrar bankastjórnar fremur en peningamálaráðs með einn bankastjóra, eins og hér er gert ráð fyrir. 28. Seðlabankastjórar Ísrael og Nýja-Sjálands njóta báðir ráðgjafar sér- stakrar peningamálanefndar, þótt þær komi ekki með formlegum hætti að endanlegum ákvörðunum í peningamálum. Svensson (2001) gagn- rýnir þetta fyrirkomulag í úttekt sinni á peningastefnunni í Nýja-Sjá- landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.