Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 93
hagnaðarsjónarmiði. Þetta leiðir til þeirrar niðurstöðu
að innri endurskoðun í seðlabanka þurfi, auk þess að
fylgjast með því að öllum fyrirmælum sé framfylgt,
að vera virk, að hafa hæfu starfsfólki á að skipa og
auka þannig virði stofnunarinnar.
Stefnumótun og innri endurskoðun
Til almennrar kynningar er gagnlegt að íhuga hug-
takið stefnumótun og tengja það við hlutverk innri
endurskoðunar. Þýðingarmikið atriði í þessu sam-
bandi er mikilvægi þess stuðnings sem innri endur-
skoðun getur veitt við framkvæmd og mótun stefnu.
Meginstefnu (e. strategy) má skilgreina á eftirfar-
andi hátt: „Meginstefna er vegvísir og starfssvið
stofnunar til lengri tíma; nær árangri fyrir stofnunina
með samsetningu og nýtingu eigna í síbreytilegu um-
hverfi, uppfyllir þarfir markaðarins og stendur undir
væntingum hagsmunaaðila.“3
Fyrirtæki og stofnanir eru að ganga í gegnum
tímabil endurskipulagningar, enduruppgötvunar og
umbreytinga til að breyta markmiðum sínum í takt
við breytingar í þjóðfélaginu. Þörfin fyrir stefnumót-
un er knúin áfram af innri og ytri áhrifaþáttum. Innri
áhrifaþættir geta verið breytingar á vinnuaðferðum
og endurnýjunartími eigna. Ytri áhrifaþættir geta
verið umhverfisbreytingar varðandi tækni, viðskipta-
vini og birgja, laga- og reglugerðabreytingar o.s.frv.
(McNamee, 1995). Breytingar eru óslitið ferli í um-
hverfinu og þar af leiðandi einnig innan fyrirtækja og
92 PENINGAMÁL 2004/1
Vogarásar eftirlitsMynd 3
Meginstefna
Kjarnagildi Áhættur sem
skal varast
Óvissuþættir Mikilvægar
afkomubreytur
Skoðanakerfi Takmörkunarkerfi
Gagnvirk kerfi Greiningarkerfi
Innra eftirlit
Verndun upplýsinga og eigna
Heimild: Byggt á Robert Simons, Levers of Control: How Managers use innovative Control Systems to Drive Strategic Renewal
(Boston: Harvard Business School Press, 1994), bls. 159.
Ná hollustu við mál-
staðinn mikla
Staðsetja sig í
framtíðinni
Kanna
svæðið
Vinna
verkið
3. Johnson, G., & Scholes, K., Exploring Corporate Strategy, text and
cases, 4th Edition, Prentice Hall, 1997, page 10.