Peningamál - 01.03.2004, Page 94

Peningamál - 01.03.2004, Page 94
PENINGAMÁL 2004/1 93 stofnana. Röng meginstefna getur haft þær af- leiðingar að röng afurð er afhent á röngum tíma. Rétt stefna og framkvæmd hennar skapar, aftur á móti, verðmæti og er grundvallarþáttur í áframhaldandi starfsemi. Innri endurskoðun getur gegnt mikilvægu hlutverki við að tryggja framkvæmd stefnunnar vegna almennrar yfirsýnar yfir reksturinn. Stjórnend- ur eru þeir sem hafa yfirumsjón með breytingum með því að veita stefnumótandi leiðsögn. Robert Simons (1994) hefur sett fram ramma um það hvernig skoða má þau eftirlitskerfi sem stjórn- endur nota til að tryggja framgang meginstefnu. Þessi rammi skýrir samspilið milli stjórnunareftirlits, innra eftirlits og meginstefnu stofnunar. Hann skiptir eftir- liti á fjóra vogarása, jákvæða og neikvæða, að við- bættum þeim fimmta sem er innra eftirlit. Þessi fjögur jákvæðu og neikvæðu öfl bæta hvert annað upp þegar þau vinna saman. Full stjórn á framgangi meginmarkmiða stofnunar næst með því að samþætta krafta skoðanakerfisins (e. beliefs systems), tak- mörkunarkerfisins (e. boundary systems), greiningar- kerfisins (e. diagnostic control systems) og gagnvirka kerfisins (e. interactive control systems). Skoðanakerfin ná yfir kjarnagildi. Þau skilgreina og skýra þau gildi og þá stefnu sem yfirstjórnendur vilja að undirmenn þeirra fylgi. Annað stig stjórnunar og eftirlits eru takmarkanir sem setja starfsmönnum skorður miðað við þá áhættu sem skilgreind hefur verið. Skoðana- og takmörkunar- kerfin eru hinar formlegu reglur og verkferlar sem ætluð eru til að stjórna atferli starfsfólksins. Greiningarkerfin eru hin formlegu upplýsinga- kerfi sem stjórnendur nota til að fylgjast með afkomu og til að leiðrétta frávik frá fyrirfram ákveðnum frammistöðustöðlum. Hagnaðaráform og fjárhags- áætlanir eru gott dæmi um greiningarkerfi. Gagnvirk kerfi stuðla að tjáskiptum. Stjórnendur nota þessi kerfi til að hvetja til umhugsunar um fram- tíðarstöðu stofnunarinnar. Þau eru eins konar efna- hvati breytinga. Innra eftirlit er til staðar í þeim tilgangi að vernda mikilvægar eignir, sjá til þess að farið sé að reglum og til að skýra frá „heilbrigði“ fyrirtækisins. Hvernig fellur svo innri endurskoðun að slíku eft- irlitskerfi? Innri endurskoðun auðveldar breytingar því að hún veitir vitneskju um rétta stöðu og hraða breytinganna sem eiga sér stað með því að meta þau eftirlitskerfi sem til staðar eru (McNamee, 1995). Stjórnendur beita ólíkum aðferðum á mismunandi tímum, allt eftir því hvernig áætlað er að umhverfið breytist. Upplýsingaþörf þeirra er því breytileg á mis- munandi þróunarstigum og eftir breytingum verk- Vogarásarnir fjórir og tengsl þeirra við stefnumótun Eftirlitskerfi Tilgangur er að Miðlar til starfsmanna Eftirlit með stefnu-mótun sem Skoðanakerfi heimila og útvíkka leitarferli starfsmanna leiðarljósi yfirsýn Takmörkunarkerfi setja skorður við frelsi afmörkun starfssvæðis samkeppnisstaða Greiningarkerfi samhæfa og fylgjast með framkvæmd fyrirhugaðrar stefnu áætlunum og markmiðum áætlanir Gagnvirk kerfi hvetja og leiðbeina um breyt-ingar í stefnumótun óvissuþáttum í stefnumótun aðgerðamynstur Heimild: Byggt á Robert Simons, Levers of Control: How Managers Use Innovative Control Systems to Drive Strategic Renewal, Boston: Harvard Business School Press, 1994, bls. 156.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.