Peningamál - 01.03.2004, Síða 108

Peningamál - 01.03.2004, Síða 108
Stjórn SPRON samþykkti samhljóða á fundi þann 21. desember að leggja það til við stofnfjáreigendur að sparisjóðnum yrði breytt í hlutafélag. Ef það yrði samþykkt myndi eign sjálfseignarstofnunarinnar, SPRON-sjóðsins ses., verða um 81% af hlutum í SPRON hf. Hinn 22. desember 2003 tilkynnti Seðlabanki Íslands að hann hefði ákveðið að efna til uppboðs fyrir bindi- skyldar lánastofnanir á 14 daga innstæðubréfum hinn 30. desember. Tilgangur útgáfunnar var að draga úr lausafé í umferð og þensluáhrifum þess. Jafnframt var tilkynnt að Seðlabankinn myndi efna til frekari uppboða á innstæðubréfum eftir því sem aðstæður gæfu tilefni til. Hinn 29. desember sl. innti Samson eignarhaldsfélag ehf. af hendi lokagreiðslu til íslenska ríkisins vegna kaupa sinna á hlutabréfum ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf. Um var að ræða 12,5% útgefins hlutafjár í bankanum eða um 856 milljónir hluta. Greiðslan var í Bandaríkjadölum. Á sama tíma fór lokagreiðsla kaupenda Búnaðarbanka Íslands hf. fram á 8,33% hlut, eða 37 milljónum hluta, sem ríkið átti í hinum sameinaða banka, þ.e. KB banka hf. Eftir viðskiptin á ríkissjóður engin hlutabréf í viðskiptabanka. Hinn 31. desember tilkynnti félagsmálaráðherra hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs vegna nýrra íbúða úr 9 m.kr. í 9,7 m.kr., og vegna notaðra íbúða úr 8 m.kr. í 9,2 m.kr. frá og með 2. janúar 2004. Stefnt er að breytingum á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs hinn 1. júlí 2004 þannig að lán hans verði í formi pen- ingalána. Lánin yrðu grundvölluð á íbúðabréfum og fjármögnuð með útboði. Um áramótin 2003/2004 tók Kaupþing Búnaðarbanki upp nafnið KB banki. Öll útibú og starfsemi bankans hér á landi verða undir þessu nýja nafni en hins veg- ar verður starfsemin erlendis ennþá undir merkjum Kaupþings. Janúar 2004 Hinn 1. janúar voru bætur Almannatrygginga hækk- aðar um 3%. Hinn 2. janúar samþykkti FME umsókn Straums fjár- festingarbanka hf. um starfsleyfi sem lánafyrirtæki skv. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjár- málafyrirtæki. Straumur fjárfestingarbanki hf. sótti um aðild að Kauphöll Íslands hf. Frá ársbyrjun 2004 kaupir Seðlabankinn 5 milljónir Bandaríkjadala í viku hverri á innlendum millibanka- markaði í stað 12,5 milljóna frá maí 2003. Gjald- eyriskaup Seðlabankans hafa að markmiði að efla gjaldeyrisforða bankans. Hinn 15. janúar birti fjármálaráðuneytið þjóðhags- spá. Febrúar 2004 Hinn 4. og svo aftur hinn 19. febrúar jók sjávar- útvegsráðuneytið loðnukvóta, fyrst um 80 þús. lestir og svo um 240 þús. lestir. Loðnukvótinn er eftir það samtals um 875 þús. lestir, þar af koma 737 þús. lest- ir í hlut Íslendinga. Hinn 5. febrúar voru samþykktar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, lög nr. 4 6. febrúar 2004. Breytingarnar leiddu m.a. til þess að ekki var lagt til á stofnfjárfundi SPRON að breyta sparisjóðnum í hlutafélag og að ekki varð af kaupum KB banka hf. á SPRON sem áður höfðu verið tilkynnt. Hinn 24. febrúar keypti KB banki hf. 19.385.994 hluti í Singer and Friedlander Group Plc., sem sam- svaraði 10,00% af útgefnu hlutafé. Eftir kaupin átti KB banki hf. samtals 37.866.694 hluti í bankanum, sem nam 19,53% af útgefnu hlutafé. Samkvæmt yfir- lýsingu bankans hafði hann ekki í hyggju að yfirtaka Singer and Friedlander Group Plc. Mars 2004 Starfsgreinasambandið (SGS) og Flóabandalagið (aðildarfélög SGS við Faxaflóa) undirrituðu nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins hinn 7. mars. Samningarnir gilda til 31. desember 2007. PENINGAMÁL 2004/1 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.