Peningamál - 01.03.2006, Side 3

Peningamál - 01.03.2006, Side 3
Inngangur Stýrivexti þarf að hækka meira en áður var talið Verðbólguhorfur hafa dökknað verulega frá síðasta útgáfudegi Pen- ingamála í byrjun desember og frá síðustu stýrivaxtahækkun Seðla- bankans 26. janúar sl. Að töluverðu leyti má rekja það til þess að gengi krónunnar hefur lækkað umtalsvert undanfarnar vikur. Einnig skiptir verulegu máli að samkvæmt endurskoðuðu uppgjöri þjóðhagsreikn- inga ársins 2004 og áætlun fyrir árið 2005 var hagvöxtur undanfar- in tvö ár til muna meiri en áður var talið. Framleiðsluspenna er því meiri og verðbólguhorfur eftir því óhagstæðari en Seðlabankinn hefur reiknað með til þessa, sérstaklega í ljósi þess hve gengisþróunin hefur verið verðbólgumarkmiðinu öndverð að undanförnu. Að auki reyndist viðskiptahallinn í fyrra nokkru meiri en spáð var í desember og launa- kostnaður hefur aukist langt umfram framleiðni. Launaþróunin og við- skiptahallinn til samans valda því að verðbólguhorfur eru óviðunandi, jafnvel til lengri tíma litið. Að gefnum óbreyttum stýrivöxtum og gengi virðast nú hverf- andi líkur á því að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð innan tveggja ára. Ef gert er ráð fyrir að stýrivextir fylgi spám greiningaraðila, sem jafnframt fela í sér að gengi krónunnar veikist nokkuð til viðbótar því sem komið er, eru horfurnar enn verri. Í fyrri heftum Peningamála hefur verið lögð rík áhersla á verðbólguhættu sem felst í því að gengi krónunnar tekur að aðlagast langtímajafnvægi of hratt meðan mikill verðbólguþrýstingur af völdum ört vaxandi eftirspurnar og launakostn- aðar er enn til staðar. Lögð hefur verið á það áhersla að Seðlabankinn yrði að bregðast kröftuglega við slíkri þróun. Nú hefur það gerst að gengi krónunnar lækkaði fyrr og mun hraðar en fl estir gerðu ráð fyrir. Það hefur leitt til þess að verðbólguvæntingar hafa aukist og dreg- ið hefur úr aðhaldsáhrifum peningastefnunnar. Óhjákvæmilegt er að peningastefnan bregðist við því af fullum þunga. Óvissa er ekki aðeins mikilvægt úrlausnarefni við mótun pen- ingastefnu heldur ráðandi þáttur hennar. Óvissa ríkir um þau haggögn sem liggja til grundvallar ákvörðunum seðlabanka, eins og nýjar og mjög breyttar upplýsingar um fjárfestingu og hagvöxt á árinu 2004 undirstrika. Gerð hagkerfi sins er einnig breytingum undirorpin, ekki síst þeir þættir sem lúta að miðlun peningastefnunnar. Þá verður þjóð- arbúskapurinn stöðugt fyrir áföllum eða búhnykkjum sem annaðhvort eru ófyrirsjáanlegir eða hafa a.m.k. lítt fyrirsjáanleg áhrif. Af þessum ástæðum hafa fl estir seðlabankar verið tregir til að gefa ótvíræð fyr- irheit um framtíðarvexti. Nýlega hafa þó nokkrir seðlabankar tekið að birta stýrivaxtaferla sem á hverjum tíma eru taldir samrýmast verð- bólgumarkmiði viðkomandi banka. Seðlabankinn spáir nú verðbólgu í fyrsta sinn með hjálp nýs líkans sem gefur færi á að greina nánar en áður áhrif mismunandi stýrivaxtaferla á verðbólgu. Þannig má fá vísbendingar um hve háir stýrivextir gætu þurft að verða til að ná verðbólgumarkmiðinu innan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.