Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 13

Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 13 III Fjármálaleg skilyrði Óróleika hefur gætt á fjármálamörkuðum á undanförnum vikum í kjölfar útgáfu skýrslna erlendra mats- og greiningarfyrirtækja um íslensk fjármálafyrirtæki og efnahagsmál og nýrra upplýsinga um umfang viðskiptahallans á síðasta ári. Fitch Ratings breytti horfunum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar en staðfesti óbreytt mat á horfum um lánshæfi bankanna. Standard & Poor’s staðfesti í mars óbreytt lánshæfismat á ríkissjóði og óbreyttar horfur. Frá síðustu útgáfu Peningamála hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti tvívegis, 2. desember sl. samhliða útgáfu Peningamála, og 26. janúar sl. á fyrsta formlega vaxtaákvörðunardegi ársins. Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert það sem af er árinu og hafa verðbólguvæntingar aukist í kjölfarið. Það birtist í því að vextir verðtryggðra skuldabréfa hafa lækkað á nýjan leik og vextir óverðtryggðra skuldabréfa þokast upp síðan í febrúar. Þrátt fyrir lækkun vaxta verðtryggðra skuldabréfa hefur peningalegt aðhald heimila aukist þar sem lægstu vextirnir á húsnæðisveðlánum hafa hækkað. Skammtímavextir hækka í Bandaríkjunum og Evrópu Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað stýrivexti jöfnum skrefum síðan um mitt ár 2004 og eru þeir nú 4,75%. Vextir á langtíma ríkis- skuldabréfum í Bandaríkjunum hafa breyst lítið þrátt fyrir töluverða hækkun skammtímavaxta. Þetta hefur leitt til þess að vaxtabilið milli skammtíma- og langtímavaxta hefur minnkað jafnt og þétt og er nú nánast ekkert. Þetta gerðist síðast í ársbyrjun 2001 og er oft túlkað sem fyrirboði efnahagssamdráttar í Bandaríkjunum. Seðlabanki Banda- ríkjanna hefur þó slegið á þessar áhyggjur og bent á að þessa þróun megi skýra út frá lágum verðbólguvæntingum. Seðlabanki Evrópu hefur einnig hækkað vexti, síðast í mars, til að bregðast við vísbendingum um aukna verðbólgu og eru vextir bank- ans nú 2,5%. Í samræmi við væntingar hafa stýrivextir á Bretlandi hins vegar haldist óbreyttir síðan um mitt ár 2005, en þeir standa nú í 4,5%. Lækkun á gengi krónunnar gæti gert skilyrði til erlendrar lántöku hagstæðari en þyngt greiðslubyrði útistandandi lána Óróa hefur gætt á gjaldeyrismarkaði síðan í febrúar. Í kjölfarið hefur gengi krónunnar lækkað töluvert og gengissveiflur aukist. Fyrstu þrjár vikur marsmánaðar var gengi krónunnar u.þ.b. 12,5% lægra en þegar það var sem sterkast í nóvember. Skilyrði til lántöku í erlend- um gjaldmiðlum kunna því að vera orðin hagstæðari, sé gert ráð fyrir að gengið sé að mati lántakenda nær langtímajafnvægi nú en það hefur verið undanfarna mánuði. Hins vegar hafa væntingar um heildar aðlögunarþörf gengisins líklega einnig breyst, t.d. vegna þess að viðskiptahallinn í fyrra reyndist meiri en spáð var og gengissveiflur hafa aukist. Nýjasta könnun á viðhorfum greiningardeilda gæti bent til þess. Gengislækkun skilar sér strax í þyngri greiðslubyrði þeirra sem þegar hafa tekið erlend lán í íslenskum krónum. Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. % Mynd III-1 Stýrivextir seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 17. mars 2006 0 2 4 6 8 10 12 Evrusvæðið Bandaríkin Ísland 1998 2000 2001 2002 2003 2004 2005 20061999 Mynd III-2 Ávöxtunarkrafa tíu ára ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 17. mars 2006 Bandaríkin Evrusvæði % Heimild: Reuters EcoWin. 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 1998 2000 2001 2002 2003 2004 2005 20061999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.