Peningamál - 01.03.2006, Page 16
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
16
Ramma grein III-1
Erlend
skuldabréfaútgáfa í
krónum
1. Ítarlega umfjöllun um skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum má fi nna í grein Þor-
varðar Tjörva Ólafssonar í Peningamálum 2005/4 á bls. 55-83.
Erlendir aðilar hafa gefi ð út skuldabréf í íslenskum krónum að andvirði
um 95 ma.kr. frá útgáfu síðustu Peningamála í byrjun desember sl.
Alls nemur skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í krónum því um 220
ma.kr. þegar þetta er ritað um miðjan mars. Fyrstu skuldabréfi n
koma á gjalddaga á þriðja fjórðungi þessa árs.1
Hægt á útgáfunni frá síðustu Peningamálum
Á síðasta ári nam erlend skuldabréfaútgáfa í krónum um 150 ma.kr.
eða um 15% af landsframleiðslu. Nokkuð hefur hægt á útgáfu
erlendra skuldabréfa undanfarna mánuði. Á þeim fjórtán vikum, frá
því að útgáfan hófst í lok ágúst og þangað til að síðustu Peningamál
voru gefi n út í byrjun desember, voru að meðaltali gefi n út skuldabréf
að andvirði 8,8 ma.kr. á viku. Á næstu fjórtán vikum þar á eftir var
með alútgáfa 6,8 ma.kr. á viku. Aðeins hafa verið gefi n út bréf að
andvirði 2 ma.kr. í mars þegar þetta er ritað. Líklegt er að útgefendur
haldi að sér höndum vegna óróa á gjaldeyrismarkaði í kjölfar útgáfu
skýrslna frá matsfyrirtækinu Fitch og ýmsum greiningardeildum
erlendra verðbréfafyrirtækja um íslensk efnahagsmál.
Bréf að andvirði um 50 ma.kr. á gjalddaga í ár
Á mynd 2 má sjá endurgreiðsluferil erlendra skuldabréfa í krónum.
Rauði hluti stöplanna sýnir dreifi ngu gjalddaga skuldabréfa, sem hafa
verið gefi n út frá útgáfu síðustu Peningamála. Gjalddagi meginhluta
bréfanna er á seinni helmingi þessa og næsta árs. Bréf að andvirði
u.þ.b. 50 ma.kr. koma á gjalddaga á síðari hluta þessa árs og u.þ.b.
120 ma.kr. á öllu næsta ári. Þriðji fjórðungur næsta árs vegur þyngst
en þá koma bréf að andvirði tæplega 70 ma.kr. á gjald daga.
Erfi tt er að segja fyrir um með vissu hvað gerist er nær dregur
gjald daga fyrstu bréfanna. Þar sem um vaxtagreiðslubréf er að ræða
fá kaupendur greiddan út höfuðstólinn í heild sinni í krónum á gjald-
daga að viðbættri síðustu vaxtagreiðslunni. Þá geta kaupendur valið
á milli þess að skipta krónunum í erlendan gjaldmiðil á íslenskum
gjald eyrismarkaði og endurfjárfesta þær í nýjum skuldabréfum í krón-
um. Hvor kosturinn verður fyrir valinu getur haft áhrif á gengi krón-
unnar. Verði fyrri kosturinn fyrir valinu er ljóst að framboð á krón-
um mun aukast. Hins vegar er líklegt að væntingar markaðsaðila til
viðbragða eigenda bréfanna komi fram á gjaldeyrismarkaði áður en
líftími bréfanna rennur út.
Rétt er að benda á að víðtækar rannsóknir hagfræðinga Seðla-
banka Nýja-Sjálands hafa ekki sýnt fram á veruleg gengisáhrif útgáfu
sem þessarar, hvorki við útgáfu né gjalddaga.
Áhrif á fjármálamarkað og gengi krónunnar
Áhrif útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í krónum á íslenskan fjár-
málamarkað virðast vera í takti við þá greiningu sem kynnt var í
síðustu Peningamálum. Velta hefur aukist á millibankamörkuðum
með krónur og gjaldeyri auk þess sem útgáfan hefur þrýst niður
óverðtryggðum vöxtum og því hindrað að stýri vaxtahækkanir
Seðlabankans skili sér í gegnum óverðtryggða vaxta rófi ð af fullum
þunga. Takmarkað framboð óverðtryggðra ríkis bréfa hefur einnig
haft sömu áhrif.
Erfi tt er að fullyrða um gengisáhrif útgáfunnar. Í greiningu
síð ustu Peningamála var lögð áhersla á að gengi krónunnar hefði
styrkst samfara auknu peningalegu aðhaldi á haustmánuðum síðasta
árs en ómögulegt væri að fullyrða um þátt erlendu útgáfunnar í
þeirri styrkingu. Gengisáhrif útgáfunnar til langs tíma myndu ráð-
ast af væntingum markaðsaðila til vaxta- og verðbólguþróunar hér
Mynd 1
Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum
ágúst 2005 - mars 20061
Umfang eftir mánuðum og uppsafnað
Ma.kr.
1. Gögn til og með 15. mars 2006.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0
10
20
30
40
50
60
0
40
80
120
160
200
240
Uppsöfnuð útgáfa erlendra skuldabréfa (h. ás)
Útgáfa erlendra skuldabréfa (v. ás)
ág. sept. okt. nóv. des. jan. febr. mars
Ma.kr.
Mynd 2
Endurgreiðsluferill erlendra skuldabréfa
í krónum
3. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2011
1. Gögn til og með 15. mars 2006.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Ma.kr.
Viðbætur frá síðustu Peningamálum
Endurgreiðsluferill við útgáfu síðustu Peningamála
0
10
20
30
40
50
60
70
201120102009200820072006