Peningamál - 01.03.2006, Síða 16

Peningamál - 01.03.2006, Síða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 16 Ramma grein III-1 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum 1. Ítarlega umfjöllun um skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum má fi nna í grein Þor- varðar Tjörva Ólafssonar í Peningamálum 2005/4 á bls. 55-83. Erlendir aðilar hafa gefi ð út skuldabréf í íslenskum krónum að andvirði um 95 ma.kr. frá útgáfu síðustu Peningamála í byrjun desember sl. Alls nemur skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í krónum því um 220 ma.kr. þegar þetta er ritað um miðjan mars. Fyrstu skuldabréfi n koma á gjalddaga á þriðja fjórðungi þessa árs.1 Hægt á útgáfunni frá síðustu Peningamálum Á síðasta ári nam erlend skuldabréfaútgáfa í krónum um 150 ma.kr. eða um 15% af landsframleiðslu. Nokkuð hefur hægt á útgáfu erlendra skuldabréfa undanfarna mánuði. Á þeim fjórtán vikum, frá því að útgáfan hófst í lok ágúst og þangað til að síðustu Peningamál voru gefi n út í byrjun desember, voru að meðaltali gefi n út skuldabréf að andvirði 8,8 ma.kr. á viku. Á næstu fjórtán vikum þar á eftir var með alútgáfa 6,8 ma.kr. á viku. Aðeins hafa verið gefi n út bréf að andvirði 2 ma.kr. í mars þegar þetta er ritað. Líklegt er að útgefendur haldi að sér höndum vegna óróa á gjaldeyrismarkaði í kjölfar útgáfu skýrslna frá matsfyrirtækinu Fitch og ýmsum greiningardeildum erlendra verðbréfafyrirtækja um íslensk efnahagsmál. Bréf að andvirði um 50 ma.kr. á gjalddaga í ár Á mynd 2 má sjá endurgreiðsluferil erlendra skuldabréfa í krónum. Rauði hluti stöplanna sýnir dreifi ngu gjalddaga skuldabréfa, sem hafa verið gefi n út frá útgáfu síðustu Peningamála. Gjalddagi meginhluta bréfanna er á seinni helmingi þessa og næsta árs. Bréf að andvirði u.þ.b. 50 ma.kr. koma á gjalddaga á síðari hluta þessa árs og u.þ.b. 120 ma.kr. á öllu næsta ári. Þriðji fjórðungur næsta árs vegur þyngst en þá koma bréf að andvirði tæplega 70 ma.kr. á gjald daga. Erfi tt er að segja fyrir um með vissu hvað gerist er nær dregur gjald daga fyrstu bréfanna. Þar sem um vaxtagreiðslubréf er að ræða fá kaupendur greiddan út höfuðstólinn í heild sinni í krónum á gjald- daga að viðbættri síðustu vaxtagreiðslunni. Þá geta kaupendur valið á milli þess að skipta krónunum í erlendan gjaldmiðil á íslenskum gjald eyrismarkaði og endurfjárfesta þær í nýjum skuldabréfum í krón- um. Hvor kosturinn verður fyrir valinu getur haft áhrif á gengi krón- unnar. Verði fyrri kosturinn fyrir valinu er ljóst að framboð á krón- um mun aukast. Hins vegar er líklegt að væntingar markaðsaðila til viðbragða eigenda bréfanna komi fram á gjaldeyrismarkaði áður en líftími bréfanna rennur út. Rétt er að benda á að víðtækar rannsóknir hagfræðinga Seðla- banka Nýja-Sjálands hafa ekki sýnt fram á veruleg gengisáhrif útgáfu sem þessarar, hvorki við útgáfu né gjalddaga. Áhrif á fjármálamarkað og gengi krónunnar Áhrif útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í krónum á íslenskan fjár- málamarkað virðast vera í takti við þá greiningu sem kynnt var í síðustu Peningamálum. Velta hefur aukist á millibankamörkuðum með krónur og gjaldeyri auk þess sem útgáfan hefur þrýst niður óverðtryggðum vöxtum og því hindrað að stýri vaxtahækkanir Seðlabankans skili sér í gegnum óverðtryggða vaxta rófi ð af fullum þunga. Takmarkað framboð óverðtryggðra ríkis bréfa hefur einnig haft sömu áhrif. Erfi tt er að fullyrða um gengisáhrif útgáfunnar. Í greiningu síð ustu Peningamála var lögð áhersla á að gengi krónunnar hefði styrkst samfara auknu peningalegu aðhaldi á haustmánuðum síðasta árs en ómögulegt væri að fullyrða um þátt erlendu útgáfunnar í þeirri styrkingu. Gengisáhrif útgáfunnar til langs tíma myndu ráð- ast af væntingum markaðsaðila til vaxta- og verðbólguþróunar hér Mynd 1 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum ágúst 2005 - mars 20061 Umfang eftir mánuðum og uppsafnað Ma.kr. 1. Gögn til og með 15. mars 2006. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 0 40 80 120 160 200 240 Uppsöfnuð útgáfa erlendra skuldabréfa (h. ás) Útgáfa erlendra skuldabréfa (v. ás) ág. sept. okt. nóv. des. jan. febr. mars Ma.kr. Mynd 2 Endurgreiðsluferill erlendra skuldabréfa í krónum 3. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2011 1. Gögn til og með 15. mars 2006. Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Viðbætur frá síðustu Peningamálum Endurgreiðsluferill við útgáfu síðustu Peningamála 0 10 20 30 40 50 60 70 201120102009200820072006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.