Peningamál - 01.03.2006, Side 18

Peningamál - 01.03.2006, Side 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 18 Ma.kr. Mynd III-10 Gengisbundin lán fyrirtækja og hlutfall þeirra af heildarútlánum 2002 - 20051 1. Hlutfall gengisbundinna lána fyrirtækja af útlánum innlánsstofnana, annarra lánastofnana og bein erlend útlán í lok hvers mánaðar. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 40 45 50 55 60 Hlutfall gengisbundinna lána fyrirtækja (h.ás) Gengisbundin lán til fyrirtækja, samtals (v.ás) 2005200420032002 % % Mynd III-11 Hlutfall gengisbundinna lána af útlánum fyrirtækja og meðalgengi 2002 - 20051 1. Hlutfall gengisbundinna lána fyrirtækja af útlánum innlánsstofnana, annarra lánastofnana og bein erlend útlán í lok hvers mánaðar. Heimild: Seðlabanki Íslands. 31. desember 1991 = 100 40 42 44 46 48 50 52 54 56 58 60 100 105 110 115 120 125 130 135 140 145 150 Meðalgengi (h. ás) Hlutfall gengisbundinna lána fyrirtækja (v. ás) 2005200420032002 greiðslubyrði á erlendum lánum, en þau vega ekki þungt í greiðslubyrði einstaklinga. Hlutfall gengisbundinna útlána lánakerfisins til heimila er talið vera milli 3 og 4%. Undir lok síðasta árs hægði á útlána aukningu lánakerfisins til heimila. Frá því í ágúst 2005 hefur einnig hægt á útlánaaukningu innlánsstofnana en þá var ársvöxtur hvað mestur, um 131% samanborið við 68% í febrúar. Vöxturinn er enn talsvert meiri en hann var áður en bankarnir komu af fullum krafti inn á fasteignaveð- lánamarkaðinn í ágúst 2004. Verðbólguvæntingar forráðamanna fyrirtækja hafa hækkað veru- lega frá síðustu könnun. Væntir skammtímaraunvextir hafa því e.t.v. lækkað og minnkað aðhald fjármálalegra skilyrða þeirra. Verðtryggt lánsfé hefur hins vegar orðið heldur dýrara. Vöxtur útlána til fyrirtækja jókst um rúm 30% á síðasta fjórðungi ársins 2005 frá sama fjórðungi árið á undan. Útlán innlánsstofnana til fyrirtækja eru enn mjög mikil og hafa vaxið hratt á síðust mánuðum, en að teknu tilliti til áætlaðrar gengis- og verðuppfærslu hefur vöxturinn verið fremur stöðugur. Áhrif lægra gengis koma mismunandi mikið við hina ýmsu geira atvinnulífsins. Gengislækkun stuðlar að meiri hagnaði í samkeppn- isgreinum, eykur hins vegar greiðslubyrði fyrirtækja sem skuldsett eru í erlendum gjaldmiðlum, en gerir jafnframt erlenda lántöku hagkvæmari, að því gefnu að vænst sé minni lækkunar gengis eftir að gengisaðlögun er komin fram að hluta. Sterk króna á síðastliðnu ári virðist ekki hafa dregið úr erlendri lántöku fyrirtækja, þrátt fyrir að líkur á að gengið leiti jafnvægis hafi aukist eftir því sem raungengið fjarlægðist langtíma- jafnvægi sitt. Hlutfall gengisbundinna lána hefur þó lækkað þar sem útistandandi lán hafa lækkað í krónum talið sökum sterkara gengis. Lægra gengi mun hækka þetta hlutfall á ný og auka greiðslubyrði fyrirtækja. Hún eykur aðhald þeirra fyrirtækja sem ekki eru varin fyrir gengisbreytingum. Hins vegar hefur færst í vöxt að fyrirtæki verji sig fyrir gengisáhættu með skiptasamningum. Kostnaður við gengisvarnir hefur verið lægri upp á síðkastið en oft áður, að hluta til vegna erlendu útgáfunnar á skuldabréfum í íslenskum krónum. Upplýsingar um umfang og kjör skiptasamninga eru hins vegar af skornum skammti. Lækkun kostnaðar við gengisvarnir gæti hugsanlega skýrt aukningu erlendrar lántöku þrátt fyrir styrkingu krónunnar ef kostnaður við varnir hefur verið minni en ábatinn af vaxtamuninum. Því er erfitt að ráða í heildaráhrif nýlegra hræringa á fjármálamörkuðum á fjármálaleg skil- yrði fyrirtækja, en sennilega eru þau minni en virðist við fyrstu sýn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.