Peningamál - 01.03.2006, Side 29
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
29
Ramma grein IV-3
Mat á
framleiðsluspennu
Framleiðsluspenna veitir peningayfi rvöldum mikilvæga vísbend-
ingu um undirliggjandi verðbólguþrýsting. Mat á framleiðsluspennu
er hins vegar bundið mikilli óvissu. Sífellt er unnið að endurskoðun
þessara aðferða innan Seðlabankans með hliðsjón af framförum og
nýjustu þekkingu á þessu sviði. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum
breytingum á bæði aðferðafræði og framsetningu á mati bankans á
framleiðsluspennu.
Óvissa við mat á framleiðsluspennu
Framleiðsluspenna er mismunur vergrar landsframleiðslu og fram-
leiðslu getu hagkerfi sins, mældur sem hlutfall af fram leiðslu getunni.
Framleiðslugetan er það framleiðslustig sem samrýmist fullri nýtingu
framleiðsluþátta við skilyrði stöðugrar verðbólgu.
Mat á framleiðsluspennu er háð tvenns konar óvissu. Í fyrsta
lagi er um gagnaóvissu að ræða. Hún stafar af því að oft er um
veru lega endurskoðun að ræða frá birtingu fyrstu bráðabirgðatalna
í þjóðhagsreikningum og þangað að endanleg gögn liggja fyrir. End-
urskoðun á hagvexti undanfarin ár er gott dæmi um þessa gagna -
óvissu. Í öðru lagi er framleiðslugetan ómælanleg og mat á henni er
því háð óvissu. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta fram-
leiðslugetuna en engin samstaða ríkir um hver sé heppilegasta mats-
aðferðin.
Hagfræðingar hjá Noregsbanka hafa áætlað að óvissa fram -
leiðslu spennumats vegna endurskoðunar gagna sé á bilinu ½-1½%.
Óvissa vegna mats á framleiðslugetu er sögð enn meiri. Heild-
aróvissa framleiðsluspennumats er áætluð á bilinu 1½-3½%.1 Þetta
er mikil óvissa í ljósi þess að metin framleiðsluspenna er oft innan
þessa óvissubils.
Aðferðafræðin til þessa
Seðlabanki Íslands hefur um nokkurra ára skeið metið fram leiðslu-
spennu með svokallaðri framleiðslufallsaðferð.2 Framleiðslugeta hag -
kerfi s ins er þá metin út frá Cobb-Douglas framleiðslufalli með fastri
stærðarhagkvæmni. Tekið hefur verið meðaltal fjögurra mismunandi
útfærslna af framleiðslufallsaðferðinni þar sem leitniferill vinnuafl s er
metinn með mismunandi hætti. Matið hefur verið byggt á ársgögn-
um og svokallaðri Hodrick-Prescott (HP)-síu beitt í misríkum mæli.
Tekið hefur verið sérstakt tillit til eðlis stóriðjuframkvæmda. Blind
notkun HP-síu gæti leitt til vanmats á framleiðsluspennu því að hún
býr til leitniferla framleiðsluþátta þar sem aukinni framleiðslugetu
nýrra ál vera og virkjana á næstu árum er dreift aftur í tímann.
Þrjár breytingar á aðferðafræðinni
Nýtt þjóðhagslíkan Seðlabankans, sem nánar er fjallað um í viðauka
1, og sá gagnagrunnur, sem líkanið styðst við, gefa færi á því að
bæta matsaðferðir bankans. Þrjár breytingar skipta mestu máli:
Í fyrsta lagi er byggt á ársfjórðungsgögnum í stað ársgagna
áður. Til þessa hefur framleiðsluspenna verið metin á grundvelli árs -
gagna, enda eru ársfjórðungslegir þjóðhagsreikningar einungis til
frá árinu 1997. Í tengslum við gerð nýs líkans hafa starfsmenn hag -
fræðisviðs Seðlabankans búið til gagnagrunn á ársfjórðungs tíðni fyr-
ir mikilvægar hagstærðir nokkra áratugi aftur í tímann. Mat á fram-
leiðsluspennu, sem birtist í þessum Peningamálum, byggist í fyrsta
skipti á ársfjórðungslegum gögnum.
1. Sjá umfjöllun í rammagrein á bls. 36 í Infl ation Report 3/2005 frá Noregsbanka og til-
vísanir í heimildir þar.
2. Síðast var gerð grein fyrir aðferðafræði Seðlabankans við mat á framleiðsluspennu í
Peningamálum 2005/1, sjá viðauka 2 á bls. 55-58.