Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 29

Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 29 Ramma grein IV-3 Mat á framleiðsluspennu Framleiðsluspenna veitir peningayfi rvöldum mikilvæga vísbend- ingu um undirliggjandi verðbólguþrýsting. Mat á framleiðsluspennu er hins vegar bundið mikilli óvissu. Sífellt er unnið að endurskoðun þessara aðferða innan Seðlabankans með hliðsjón af framförum og nýjustu þekkingu á þessu sviði. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum breytingum á bæði aðferðafræði og framsetningu á mati bankans á framleiðsluspennu. Óvissa við mat á framleiðsluspennu Framleiðsluspenna er mismunur vergrar landsframleiðslu og fram- leiðslu getu hagkerfi sins, mældur sem hlutfall af fram leiðslu getunni. Framleiðslugetan er það framleiðslustig sem samrýmist fullri nýtingu framleiðsluþátta við skilyrði stöðugrar verðbólgu. Mat á framleiðsluspennu er háð tvenns konar óvissu. Í fyrsta lagi er um gagnaóvissu að ræða. Hún stafar af því að oft er um veru lega endurskoðun að ræða frá birtingu fyrstu bráðabirgðatalna í þjóðhagsreikningum og þangað að endanleg gögn liggja fyrir. End- urskoðun á hagvexti undanfarin ár er gott dæmi um þessa gagna - óvissu. Í öðru lagi er framleiðslugetan ómælanleg og mat á henni er því háð óvissu. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta fram- leiðslugetuna en engin samstaða ríkir um hver sé heppilegasta mats- aðferðin. Hagfræðingar hjá Noregsbanka hafa áætlað að óvissa fram - leiðslu spennumats vegna endurskoðunar gagna sé á bilinu ½-1½%. Óvissa vegna mats á framleiðslugetu er sögð enn meiri. Heild- aróvissa framleiðsluspennumats er áætluð á bilinu 1½-3½%.1 Þetta er mikil óvissa í ljósi þess að metin framleiðsluspenna er oft innan þessa óvissubils. Aðferðafræðin til þessa Seðlabanki Íslands hefur um nokkurra ára skeið metið fram leiðslu- spennu með svokallaðri framleiðslufallsaðferð.2 Framleiðslugeta hag - kerfi s ins er þá metin út frá Cobb-Douglas framleiðslufalli með fastri stærðarhagkvæmni. Tekið hefur verið meðaltal fjögurra mismunandi útfærslna af framleiðslufallsaðferðinni þar sem leitniferill vinnuafl s er metinn með mismunandi hætti. Matið hefur verið byggt á ársgögn- um og svokallaðri Hodrick-Prescott (HP)-síu beitt í misríkum mæli. Tekið hefur verið sérstakt tillit til eðlis stóriðjuframkvæmda. Blind notkun HP-síu gæti leitt til vanmats á framleiðsluspennu því að hún býr til leitniferla framleiðsluþátta þar sem aukinni framleiðslugetu nýrra ál vera og virkjana á næstu árum er dreift aftur í tímann. Þrjár breytingar á aðferðafræðinni Nýtt þjóðhagslíkan Seðlabankans, sem nánar er fjallað um í viðauka 1, og sá gagnagrunnur, sem líkanið styðst við, gefa færi á því að bæta matsaðferðir bankans. Þrjár breytingar skipta mestu máli: Í fyrsta lagi er byggt á ársfjórðungsgögnum í stað ársgagna áður. Til þessa hefur framleiðsluspenna verið metin á grundvelli árs - gagna, enda eru ársfjórðungslegir þjóðhagsreikningar einungis til frá árinu 1997. Í tengslum við gerð nýs líkans hafa starfsmenn hag - fræðisviðs Seðlabankans búið til gagnagrunn á ársfjórðungs tíðni fyr- ir mikilvægar hagstærðir nokkra áratugi aftur í tímann. Mat á fram- leiðsluspennu, sem birtist í þessum Peningamálum, byggist í fyrsta skipti á ársfjórðungslegum gögnum. 1. Sjá umfjöllun í rammagrein á bls. 36 í Infl ation Report 3/2005 frá Noregsbanka og til- vísanir í heimildir þar. 2. Síðast var gerð grein fyrir aðferðafræði Seðlabankans við mat á framleiðsluspennu í Peningamálum 2005/1, sjá viðauka 2 á bls. 55-58.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.