Peningamál - 01.03.2006, Page 33

Peningamál - 01.03.2006, Page 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 33 asta ári, eða um 6 ma.kr. Hallinn gæti minnkað ef fasteignagjöld skila meiru en hér er reiknað með, en mörg sveitarfélög lækkuðu álagn- ingarhlutföll vegna mikillar hækkunar íbúðaverðs og fasteignamats á árinu 2005. Fæst lækkuðu þó skatta á atvinnuhúsnæði sem vegur mun þyngra í fasteignagjöldum. Afkoma versnar mjög árið 2007 Á næsta ári er viðbúið að ríkisfjármálin einkennist af síðasta áfanga skattalækkana, sem ætla má að kosti ríkissjóð um 13 ma.kr., og af nær 10 ma.kr. aukningu framkvæmda. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur fyrir- tækja skili ámóta miklu miðað við landsframleiðslu og árin 2002-2004 og að hlutfall eyðsluskatta af landsframleiðslu lækki áfram og verði um 15½%, samanborið við tæplega 18% á síðasta ári. Í þessum áætl- unum er þó ekki gert ráð fyrir jafnhraðri lækkun og eftir síðustu upp- sveiflu. Rauntekjur ríkissjóðs miðað við neysluverð lækka samkvæmt þessu um 9½%, úr um 35½% af landsframleiðslu í 31½%. Miðað við langtímaáætlanir má ætla að útgjöld vaxi um 5½% umfram verðlag vegna vaxtar í tilfærslum og framkvæmdum. Tilfærsluaukningin er dreifð, en auknar framkvæmdir má rekja til þess að framkvæmdum var frestað meðan virkjanaframkvæmdir stæðu sem hæst, til sérstakra fjárveitinga af söluandvirði Símans og til áforma sem sem kynnt voru árið 2003, um að bregðast við samdrætti í atvinnulífinu að afstöðnum stórframkvæmdum. Að auki er reiknað með að útgjöld ríkissjóðs auk- ist um 4 ma.kr. á árinu 2007 sökum brottfarar varnarliðs ins, einkum rekstrargjöld. Miðað við þessar forsendur versnar afkoma ríkissjóðs mikið á næsta ári, úr 43 ma.kr. afgangi í 12 ma.kr. halla, sem nemur u.þ.b. 1% af landsframleiðslu. Breytingin nemur fimm prósentum af lands- framleiðslu til hins verra. Miklu minni breyting verður hjá sveitarfélögunum. Langstærsti tekjustofn þeirra er útsvar, sem er ekki eins viðkvæmt fyrir hagsveifl- unni og tekju- og eyðsluskattar ríkisins. Því má búast við að tekjur sveitarfélaga hækki lítillega umfram neysluverðlag. Reiknað er með að raunútgjöld lækki um 2½% vegna samdráttar í fjárfestingu, eins og oft verður að afstöðnum kosningum. Fyrir vikið ætti halli sveitarfélag- anna að minnka um 4 ma.kr., úr 0,6% í 0,2% af landsframleiðslu. Skuldir hins opinbera Ef þróunin verður eins og hér hefur verið lýst ættu hreinar skuldir ríkis- sjóðs að meðtöldum bankainnstæðum að vera því sem næst horfnar í árslok 2006, en hreinar skuldir sveitarfélaga verða áfram milli 4% og 5% af landsframleiðslu. Peningakröfur ríkissjóðs, aðrar en bankainn- stæður, ættu einnig að lækka heldur á árinu. Þær hafa lækkað úr 17% af landsframleiðslu árið 1999 niður í um 9% í lok árs 2005, einkum vegna þess að fyrirtæki í eigu ríkisins taka í auknum mæli lán í eigin nafni fremur en með fulltingi ríkissjóðs. Fyrir vikið hafa heildarskuldir ríkisins lækkað meira en hreinar skuldir undanfarin ár auk þess sem ríkið hefur safnað bankainnstæðum. Í þessum tölum eru bankainnstæður ríkisins taldar til eigna í hreinum skuldum, en ekki er reiknað með lífeyrisskuldbindingum ríkis eða sveitarfélaga. Þær námu 190 og 24 ma.kr. í árslok 2004. Bankainnstæður lækka hreinar skuldir. Heimildir: Ríkisreikningur, áætlanir Seðlabankans. Mynd V-5 Skuldir hins opinbera og ríkissjóðs 1998 - 2007 0 10 20 30 40 50 60 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 Vergar skuldir ríkissjóðs Hreinar skuldir ríkissjóðs Vergar skuldir hins opinbera Hreinar skuldir hins opinbera % af VLF Heimildir: Ríkisreikningur, áætlanir Seðlabankans. Mynd V-4 Tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum 1998 - 2007 Hlutfall af einkaneyslu Hlutfall af landsframleiðslu 10 15 20 25 30 35 40 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 %
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.