Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 38

Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 38 VII Ytri jöfnuður Hallinn á viðskiptum Íslands við útlönd fór sívaxandi eftir því sem leið á síðasta ár. Sú þróun endurspeglaðist í spám Seðlabankans í fyrra sem sýndu æ meiri halla í hverju hefti Peningamála. Endanlegur halli varð meiri en nokkrar spár gerðu ráð fyrir, eða rúmlega 161 millj- arður króna, sem er mun meiri halli en áður hefur mælst hér á landi. Viðskiptahallinn nam alls um 16½% af landsframleiðslu. Auk þess að vera mesti viðskiptahalli sem mælst hefur hér á landi er hann jafn- framt sá mesti á meðal OECD-ríkjanna frá stofnun þeirra samtaka. Næstmesti halli sem áður hafði mælst hjá OECD-ríki var í Noregi á áttunda áratugnum, þegar mikil fjárfesting í olíuvinnslu átti sér stað. Þá nam viðskiptahalli Noregs 12% af landsframleiðslu þegar hann varð mestur. Horfur eru á að viðskiptahallinn muni nema um 14% af landsframleiðslu í ár, að óbreyttum vöxtum og gengi, og tæplega 10% af landsframleiðslu á næsta ári. Hærri vextir og lægra gengi krón- unnar en gengið er út frá í spánni gæti hins vegar leitt til mun hraðari hjöðnunar hallans. Bein áhrif framkvæmda við ál- og orkuver námu þriðjungi viðskiptahallans Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu var nánast það sama á árunum 2004 og 2005 en jókst um 3,6% að magni. Innflutningur jókst mun meira. Núverandi hallaskeið á það því sameiginlegt með tímabilinu 1996-2000 að hallann má fyrst og fremst rekja til aukins innflutn- ings. Halli á vöru- og þjónustujöfnuði var rúmlega 133 ma.kr., eða rúm lega 4/5 af heildarviðskiptahallanum. Álvers- og virkjunarfram- kvæmdir skýra stóran hluta innflutnings vöru og þjónustu. Nákvæmar upplýsingar um bein áhrif þeirra á viðskiptajöfnuðinn eru þó ekki fyrir hendi, því að innflutningur er ekki flokkaður með þeim hætti. Því verður að styðjast við áætlanir framkvæmdaaðila. Heildarkostnaður við stóriðjuframkvæmdir er áætlaður um 90 ma.kr. árið 2005. Þar af er erlendur kostnaður (innflutt fjárfestingarvara og þjónusta) talinn hafa numið tæplega 55 ma.kr., eða tæplega þriðjungi viðskiptahall- ans. Heildaráhrifin, þ.e.a.s. þegar tekið er tillit til óbeinna áhrifa gætu þó verið töluvert meiri, eða allt að helmingi viðskiptahallans. Til sam- anburðar má geta þess að halli sem ekki skýrist með beinum hætti af framkvæmdunum er samkvæmt þessu álíka mikill og allur hallinn árið 2000. Rétt er að hafa í huga að önnur stór fjárfestingarverkefni höfðu einnig áhrif á hallann. T.d. voru fluttar inn flugvélar að verðmæti tæplega 10 ma.kr. Skuldasöfnun hefur ekki leitt til samsvarandi aukningar vaxtabyrði Aldrei áður hafa erlendar skuldir þjóðarbúsins aukist jafn hratt á milli ára og í fyrra, eða um 77%. Þær námu í árslok ríflega þrefaldri landsframleiðslu. Á móti þessari skuldasöfnun er mikil eignamyndun. Erlendar eignir Íslendinga meira en tvöfölduðust milli ára og nam verðmæti þeirra tæplega 2½ landsframleiðslu í árslok. Stór hluti skuldasöfnunar og eignamyndunar þjóðarbúsins tengist svokallaðri Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VII-1 Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsframleiðslu 1971-2005 -20 -15 -10 -5 0 5 20052000199519901985198019751971 % af VLF Mynd VII-2 Undirþættir viðskiptajafnaðar 1. ársfj. 1995 - 4. ársfj. 2005 Rekstrarframlög eru talin með þáttatekjum Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 ‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95 Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður Mynd VII-3 Erlend staða þjóðarbúsins 1990 - 2005 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF -900 -800 -700 -600 -500 -400 -300 -200 -100 0 -90 -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 Hrein staða sem hlutfall af VLF (h. ás) Hrein staða við útlönd (v. ás) ‘05‘02‘99‘96‘93‘90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.