Peningamál - 01.03.2006, Síða 39

Peningamál - 01.03.2006, Síða 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 39 „útrás” íslensku viðskiptabankanna. Skuldasöfnun hefur einkum verið í formi skuldabréfaútgáfu, en eignamyndun í formi vaxandi útlána til erlendra aðila og beinnar fjárfestingar, sem jókst um rúmlega 230% í fyrra. Bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi rúmlega þrefaldaðist á milli ára. Hrein skuldastaða við útlönd nam í árslok ríflega 1½ lands- framleiðslu en hrein staða þjóðarbúsins, þ.e.a.s. að meðtöldu hlutafé og beinni fjárfestingu, var neikvæð um 86% af landsframleiðslu, sam- anborið við 82% í lok árs 2004. Hún versnaði því ekki nærri eins mikið og skuldastaðan. Þessi þróun endurspeglar mikil kaup innlendra aðila á erlendu hlutafé sem fjármögnuð eru með erlendu lánsfé. Greiðslubyrði hefur ekki aukist í takt við skuldir Hröð skuldaaukning leiðir að öðru óbreyttu til aukinna vaxta- og arð- greiðslna til útlanda. Þetta hefur þó ekki gerst á undanförnum árum. Það skýrist af því að hagnaður af erlendri fjárfestingu var mikill en vextir lágir. Hagnaðurinn hefur þó verið sveiflukenndur, eins og mynd VII-4 ber með sér. Erlendar eignir Íslendinga skiluðu í fyrra meiri tekjum en nam aukinni vaxtabyrði af stærri skuldastofni. Halli þáttatekna var því minni árið 2005 en árið áður. Ekki er að treysta því að þetta ást- and vari lengi, eins og rakið er í kafla II. Hækkun vaxta gæti haft umtalsverð áhrif á viðskiptajöfnuðinn á komandi árum. Ef meðalvextir af erlendri skuld þjóðarbúsins færu t.d. í svipað horf og að meðaltali á tíunda áratug síðustu aldar, þ.e.a.s. í um það bil 6,4% myndi við- skiptahallinn sem hlutfall af landsframleiðslu aukast um rúmlega 3%, að öðru óbreyttu. Hins vegar myndi slík hækkun óhjákvæmilega kalla á aðlögun í þjóðarbúskapnum sem hefði mótverkandi áhrif. Stærri hluti viðskiptahalla nú skýrist af fjármunamyndun en í síðustu uppsveiflu Tímabil mikils viðskiptahalla hafa sjaldan verið löng.1 Jafnan leiða þau fljótlega til aðlögunar í formi hægari vaxtar eftirspurnar, gengislækk- unar eða hvors tveggja. Eftirköstin ráðast ekki eingöngu af stærð hall- ans, heldur einnig samsetningu hans. Því stærri sem þáttur arðbærrar fjárfestingar í myndun hans er, því meiri líkur eru á tiltölulega mjúkri aðlögun, án samdráttar og verulegrar gengisaðlögunar. Þannig var t.d. aðlögun Noregs í kjölfar uppbyggingar olíuvinnslu í Norðursjó til- tölulega mjúk, þótt heppni kæmi þar einnig við sögu.2 Til þess að meta líkur á því er gagnlegt að skoða framlag aukinnar fjármunamyndunar annars vegar og minni þjóðhagslegs sparnaðar hins vegar til mynd- unar viðskiptahallans í samanburði við fyrri tímabil. Samkvæmt skil- greiningu þjóðhagsreikninga er þjóðhagslegur sparnaður mismunur fjármunamyndunar og viðskiptahalla. Fjármunamyndun á árinu 2005 nam 28,7% af landsframleiðslu. Þjóðhagslegur sparnaður nam því rúmlega 12% af landsframleiðslu. Það er álíka hlutfall sparnaðar og árið 2000, þegar hann náði sögulegu lágmarki, og tveimur prósentum minni sparnaður en árið 2004. 1. Sjá t.d. Edwards, Sebastian (2004), „Thirty Years of Current Account Imbalances, Current Account Reversals and Sudden Stops“, IMF Staff Papers 51, janúar. 2. Olíuverð hækkaði verulega árin eftir mestu framkvæmdirnar. Mynd VII-4 Skuldahlutföll og greiðslubyrði 1990 - 2005 % af útflutningstekjum Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af útflutningstekjum 100 124 148 172 196 220 1,5 3,5 5,5 7,5 9,5 11,5 ‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 Hreinar vaxta- og arðgreiðslur (h. ás) Hrein staða við útlönd (v. ás) Mynd VII-5 Innflutningur fjárfestingarvöru og viðskiptahalli 1988 - 2005 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF 0 2 4 6 8 10 -5 0 5 10 15 20 Innflutningur fjárfestingarvara, alls (v. ás) Viðskiptahalli (h. ás) Innflutningur fjárfestingarvara án skipa og flugvéla (v. ás) Innflutningur skipa og flugvéla (v. ás) ‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.