Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 6 Seðlabankans kleift að halda áfram lækkun vaxta. Frá útgáfu Peningamála í janúar hefur nefndin tvisvar fundað og lækkað vexti bankans um hálfa prósentu í hvort skipti. Raunvextir Seðlabankans halda áfram að lækka Eins og sjá má í töflu I-1, mælist aðhaldsstig peningastefnunnar mis- mikið eftir því á hvaða mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvænt- ingar er horft. Raunvextir Seðlabankans mælast allt frá því að vera um eða rétt undir núlli, sé miðað við núverandi verðbólgu eða verðbólguvæntingar heimila, yfir í að vera um 4%, sé miðað við verð- bólguvæntingar fyrirtækja eða verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Á flesta mælikvarða hefur aðhald raunvaxta þó minnkað frá síðustu Peningamálum og töluvert frá því fyrir ári.2 Áhættuleiðréttur skamm- tímavaxtamunur gagnvart útlöndum hefur hins vegar aukist lítillega þar sem áhættuálag á íslenskar fjáreignir hefur lækkað heldur hraðar en skammtímavaxtamunurinn hefur minnkað. Aðhald innlendra vaxta hefur því minnkað töluvert undanfarið ár á sama tíma og slakinn í þjóðarbúskapnum hefur aukist. Lækkun innlends vaxtastigs virðist þó ekki hafa grafið undan gengi krónunnar, enda hefur áhættuleiðréttur vaxtamunur ekki lækkað. Jafnframt er ljóst að gjaldeyrishöftin hafa veitt krónunni mikilvægt skjól. Lækkun innlendra vaxta hefði vart verið möguleg án þeirra. Þvert á móti er líklegt að vextir hefðu þurft að vera töluvert hærri en raunin varð (sjá umfjöllun í rammagrein I-1). Vegna mikils slaka í þjóðarbúskapnum og atvinnuleysis er jafn- framt ljóst að æskilegt væri að geta lækkað vexti meira en raunin hefur verið. Nauðsyn þess að tryggja nægan áhættuleiðréttan vaxtamun gagnvart útlöndum til að styðja við gengi krónunnar á meðan á endur skipulagningu fjárhags heimila og fyrirtækja stendur hefur hins 2. Algengt er í alþjóðlegri umfjöllun og samanburði milli landa að nota verðbólgu samkvæmt samræmdri neysluverðsvísitölu við útreikning raunvaxta. Á þennan mælikvarða er aðhalds- stigið miðað við núverandi verðbólgu töluvert lægra en sýnt er í töflu I-1. Núverandi verðbólgustig á þennan mælikvarða er 11,6% og raunvextir því -3,1% í stað -0,2%. Mynd I-2 Vextir Seðlabanka Íslands Daglegar tölur 1. janúar 2009 - 30. apríl 2010 % Vextir á veðlánum Vextir á viðskiptareikningi Daglánavextir Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum Heimild: Seðlabanki Íslands. 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 OSÁJJMAMFJ N MFJ AD 2009 2010 Aðhalds- Breyting frá Breyting frá stig PM 2010/1 PM 2009/1 Raunvextir miðað við:1 Ársverðbólgu -0,2 -2,5 -0,7 3 mánaða árstíðarleiðrétta verðbólgu 0,9 -2,1 -10,9 Verðbólguspá Seðlabankans2 2,1 -0,1 -2,1 Verðbólguvæntingar heimila3 0,1 0,9 -0,3 Verðbólguvæntingar fyrirtækja3 4,0 1,0 -8,5 Verðbólguvæntingar á fjármálamarkaði4 4,2 -0,2 -2,8 Áhættuleiðréttur 3 mánaða vaxtamunur gagnvart evrusvæði miðað við:5 Skuldatryggingarálag ríkisins 3,0 1,0 0,8 Sögulegt gengisflökt6 1,9 0,4 1,1 1. Frá apríl 2009 til september 2009 er miðað við innlánsvexti Seðlabankans sem mæli kvarða á nafnvexti Seðlabankans en frá september 2009 er miðað við meðaltal innlánsvaxta og hámarksvaxta 28 daga innstæðubréfa. 2. Spá Seðlabankans um árs verðbólgu eftir tvo ársfjórðunga. 3. Miðað við miðgildi verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja eitt ár fram í tímann. 4. Verðbólguvæntingar til eins árs út frá mismun verðtryggða og óverðtryggða vaxtarófsins (5 daga hreyfanlegt meðaltal). 5. Vaxtamunur út frá mismuni skammtímavaxta á Íslandi og viðskiptavegnum erlendum vöxtum. 6. Hlutfall þriggja mánaða vaxtamunar og þriggja mánaða staðalfráviks gengis krónu gagnvart evru. Tafla I-1 Aðhaldsstig peningastefnunnar (%)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.