Peningamál - 01.05.2010, Page 12

Peningamál - 01.05.2010, Page 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 12 fordæmi. Efnahagshorfur, hvort sem er innanlands eða alþjóðlegar, gætu því hæglega breyst frá því sem gert er ráð fyrir í grunnspánni. Hér á eftir eru taldir upp fimm mikilvægir óvissuþættir í grunns pánni en þeir eru vitaskuld fleiri en hér eru raktir. Í næsta undirkafla er tveimur mikilvægum óvissuþáttum til viðbótar lýst nánar með fráviks- dæmum. Grunnspáin gerir ráð fyrir nokkuð traustum bata í alþjóðlegum efnahagsmálum, í takt við alþjóðlegar efnahagsspár. Efnahagsbatinn gæti hins vegar orðið hægari og jafnvel orðið bakslag. Batinn fram til þessa hefur að stórum hluta verið drifinn áfram af viðamiklum stuðn- ingsaðgerðum stjórnvalda á sviði peninga- og ríkisfjármála. Líklegt er að þessar aðgerðir líði undir lok á næstunni, sérstaklega þar sem áframhald þeirra getur skapað hættu á eignabólum, verðbólgu og ósjálfbærri skuldsetningu hins opinbera til lengri tíma litið. Mikið skuldsett heimili og fyrirtæki í mörgum helstu iðnríkjum gætu því kippt að sér höndum sem teflt gæti endurbatanum í tvísýnu. Gerist þetta gæti þróun viðskiptakjara og útflutnings Íslands orðið lakari og gengi krónunnar lægra en í grunnspánni, vegna óhagstæðari utanríkisvið- skipta, minni vilja til áhættutöku og takmarkaðri aðgangs að alþjóð- legu fjármagni sem líklega fylgdi slíkri framvindu. Efnahagsbatinn hér á landi yrði því hægari en felst í grunnspánni. Grunnspáin gerir ráð fyrir nokkurri seinkun á framkvæmdum við álver í Helguvík og tengdum orkuframkvæmdum vegna erf- iðleika við fjármögnun í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar frá fram kvæmdar aðilum. Þar sem önnur endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur farið fram er hins vegar reiknað með að aðgengi að alþjóðlegu fjármagni fáist fljótlega á ný og að ekki verði frekari seinkun á þessum framkvæmdum. Ekki er hins vegar víst að svo verði. T.d. gæti aftur komið bakslag í efnahagsáætl- unina gangi þriðja endurskoðun hennar í sumar ekki eftir. Einnig gætu aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum versnað á ný. Því gæti viðsnúningur og bati fjárfestingar tafist frá því sem grunnspáin gerir ráð fyrir og efnahagsbatanum seinkað. Grunnspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti útflutnings á þessu ári, þótt ársvöxturinn verði lítill vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða á þessu ári og óhagstæðra grunnáhrifa sem rekja má til mikils tímabundins útflutnings á flugvélum, skipum og bílum í fyrra. Ferðamannaiðnaðurinn og útflutningur annarrar vöru en iðnaðarvöru og sjávarafurða braggast hins vegar ágætlega, enda samkeppnisskil- yrði óvenju hagstæð í ljósi lágs raungengis. Gosið í Fimmvörðuhálsi virtist líklegt til að auka ferðamannastrauminn en gosið í Eyjafjallajökli gæti snúið dæminu við og valdið mikilli fækkun ferðmanna meðan á því stendur. Þegar er tekið að bera á afpöntunum á ferðum til lands- ins og almennar flugsamgöngur hafa raskast verulega um nær alla Evrópu, sem getur gert flutning útflutningsafurða á erlenda markaði erfiðari en ella. Verði þessi áhrif langvinn gæti verulegur samdráttur í tekjum ferðaþjónustunnar dregið kraft úr efnahagsbatanum og veikt gengi krónunnar miðað við það sem grunnspáin gerir ráð fyrir. Grunnspáin gerir ráð fyrir að launaþróun verði í megindráttum í samræmi við núgildandi kjarasamninga, þótt nú sé talið að launaskrið verði heldur meira. Spáin gerir því ráð fyrir að launahækkanir á næstu

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.