Peningamál - 01.05.2010, Side 13

Peningamál - 01.05.2010, Side 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 13 misserum verði minni en undanfarin ár enda atvinnuleysi mikið og því spáð að töluverður slaki verði á vinnumarkaði út spátímabilið. Vísbendingar af vinnumarkaði gætu hins vegar gefið til kynna að launaþrýstingur verði meiri á næstu misserum en felst í grunnspánni. Raunlaun hafa lækkað verulega í kjölfar fjármálakreppunnar og launa- hlutfallið lækkað mikið. Að sama skapi er raungengið mjög lágt og því hefur samkeppnisstaða útflutnings- og samkeppnis greina stórbatnað. Í þessum geirum hefur því skapast einhver þrýstingur um aukna hlut- deild launþega í samkeppnisbatanum. Hættan er sú að þær kaup- hækkanir smitist út í aðrar atvinnugreinar sem hafa ekki sambærilegt svigrúm til að taka á sig hækkun launakostnaðar og munu því mæta honum með auknum uppsögnum og með því að velta kostnaðinum út í verðlag. Bati í þróun atvinnu og framleiðslu gæti því orðið veikari en í grunnspánni og þrýstingur á gengi krónunnar og verðbólgu meiri. Grunnspáin gerir að lokum ráð fyrir að raungengi krónunnar haldist lágt út spátímabilið í takt við reynslu annarra landa af afleið- ingum fjármálakreppu. Samkeppnisstaða útflutnings- og samkeppnis- greina hefur stórbatnað sem hefur stutt við útflutninginn þrátt fyrir alþjóðakreppuna sem hefur almennt höggvið stór skörð í alþjóðaversl- un. Samkvæmt spánni helst ágætur vöxtur í útflutningi, sérstaklega þegar líður á tímabilið og aukinn stóriðjuútflutningur fer að hafa áhrif. Ekki er hins vegar útilokað að útflutningsgeirinn nái að nýta sér svo lágt raungengi enn meira en grunnspáin gerir ráð fyrir, sérstaklega ef hann nýtir lágt gengi til lækkunar afurðaverðs og aukinnar markaðs- sóknar. Lágt raungengi gæti einnig aukið beina erlenda fjárfestingu hér á landi. Vöxtur útflutnings og hagvöxtur gætu því orðið meiri en gert er ráð fyrir í grunnspánni og efnahagsbatinn því kröftugri. Fráviksdæmi Fráviksdæmi geta gefið gagnlega mynd af áhrifum mikilvægra forsendna í grunnspánni á efnahagshorfur og samspili frávika og peningastefnunnar. Sýnd eru tvö fráviksdæmi. Í fyrra dæminu heldur skuldsetning heimila enn frekar aftur af bata einkaneyslu en grunnspáin gerir ráð fyrir en í því seinna er gert ráð fyrir að gengi krónunnar aðlagist fyrr að langtímajafnvægi sínu en í grunnspánni. Hægari bati einkaneyslu vegna mikillar skuldsetningar heimila Grunnspáin gerir ráð fyrir að hægfara bati einkaneyslu haldi áfram á þessu ári eftir gríðarlegan samdrátt á árunum 2008-2009. Um þetta mat ríkir hins vegar mikil óvissa vegna mikillar skuldsetningar íslenskra heimila. Mögulegt er að þau þurfi meiri tíma til að lagfæra efnahag sinn með auknum sparnaði og uppgreiðslu og endurskipulagningu skulda. Fjármálakerfið sjálft er einnig laskað og gæti kosið að styrkja efnahag sinn enn frekar og vinda ofan af efnahagsreikningi sínum áður en það tekur að lána á ný svo að einhverju nemi. Einkaneyslu hefur einnig að hluta verið haldið uppi með aðgerðum sem marg- ar hverjar eru tímabundnar í eðli sínu, t.d. í formi mikillar hækk- unar vaxtabóta, ýmissa úrræða til að létta undir greiðslubyrði lána og útgreiðslu séreignarsparnaðar. Hættan er sú að bakslag komi í batann þegar þessum aðgerðum lýkur eða ef mikil skuldsetning heldur aftur af einkaneyslu umfram það sem grunnspáin gerir ráð fyrir. Við slíkar

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.