Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 15

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 15 mynt að einhverju leyti að draga úr neikvæðum áhrifum hærra gengis á útflutningsiðnaðinn. Hærra raungengi léttir einnig á greiðslubyrði margra skuldsettra heimila og ætti að öðru óbreyttu að fara saman við kröftugri einkaneyslu og meiri innflutning. Að sama skapi dregur hærra gengi úr verðbólguþrýstingi í gegnum verð innfluttra vara en einnig vegna minni hættu á launaþrýstingi, eins og rakið er hér að ofan í umfjöllun um helstu óvissuþætti grunnspárinnar. Verðbólga minnkar því meira og raunlaun hækka, sem styður enn frekar við bata einkaneyslu. Heldur meiri innlend umsvif endurspeglast einnig í minna atvinnuleysi, sérstaklega þegar líður á tímabilið. Hraðari hjöðnun verð- bólgu gefur einnig færi á meiri lækkun vaxta sem styður enn frekar við batann. Samdráttur landsframleiðslu á þessu ári er í fráviksdæminu svipaður og í grunnspánni en hagvöxtur á næsta ári 4½%, eða u.þ.b. prósentu meiri en í grunnspánni. Framleiðsluslakinn hverfur því hraðar en í grunnspánni (mynd I-17). Meiri styrking gengis krónunnar gerir það einnig að verkum að verðbólga hjaðnar hraðar. Í lok spátímans er verðbólga hins vegar svipuð og í grunnspánni, enda vegast þar á sterkara gengi og meiri efnahagsumsvif (mynd I-18). Rammagrein I-1 Hlutverk gjaldeyrishafta í endurreisn íslensks þjóðarbúskapar Í kjölfar þess að aðgengi Íslendinga að erlendu lausafé til að fjár- magna mikinn viðskiptahalla lokaðist skyndilega snemma árs 2008, lækkaði gengi krónunnar verulega. Þessi skyndilegu umskipti ágerð- ust enn frekar eftir því sem alþjóðlega fjármálakreppan magnaðist sem að lokum leiddi til hruns innlends bankakerfis. Þegar komið var fram í lok októbermánaðar 2008 hafði gengi krónunnar fallið um rúmlega 50% frá ársbyrjun. Þessi gríðarlega gengislækkun olli skuldsettum íslenskum heim- ilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Hún hafði einnig í för með sér að verðbólga fór í tæplega 20% í lok árs 2008. Meginverkefni sam- eiginlegrar efnahagsstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyris sjóðsins strax í kjölfar gjaldeyris- og bankakreppunnar var því að koma í veg fyrir enn frekari gengislækkun og skapa þannig heimilum og fyrir- tækjum skjól á meðan efnahagur þeirra væri endurreistur og endur- skipulagður. Talin var veruleg hætta á keðjuverkandi flótta fjármagns í eigu innlendra og erlendra aðila út úr krónueignum sem hefði lækk- að gengi krónunnar og magnað enn frekar ofangreinda ágjöf á efna- hag innlendra aðila. Til að ná þessum markmiðum með hefðbundnum tækjum vaxta og inngripa á gjaldeyrismarkaði hefði þurft að hækka vexti verulega og stækka gjaldeyrisforða Seðlabankans.1 Óæskileg hliðar áhrif slíkra leiða og verulegar efasemdir um að þær myndu duga einar og sér urðu til þess að talið var nauðsynlegt að takmarka tímabundið fjár- magnshreyfingar til og frá landinu. Í skjóli slíkra hafta gæfist einka- aðilum ráðrúm til að endurskipuleggja fjárhag sinn og stjórnvöldum svigrúm til þess að koma fjármálakerfinu á fætur á ný og ná tök- um á ríkisfjármálunum. Höftin hafa einnig skapað peningastefnunni svigrúm til að lækka vexti töluvert án þess að það grafi undan geng- isstöðugleika. Ljóst er því að höftin hafa gegnt lykilhlutverki í endur- reisn þjóðarbúsins í kjölfar gjaldeyris- og bankakreppunnar. 1. Það er t.d. í samræmi við reynsluna af gjaldeyriskreppunum í Suður-Kóreu og Tælandi á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar þar sem skammtíma markaðsvextir fóru vel yfir 20%, þótt gengislækkunin í þeim tilvikum hafi verið töluvert minni en gengislækkun krónunnar árið 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.