Peningamál - 01.05.2010, Side 17

Peningamál - 01.05.2010, Side 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 17 þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu. Alþjóða- samfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það er hins vegar ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki. Einhvers konar gjaldeyrishöft þekkjast víða Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast ekki víða, a.m.k. ekki meðal þróaðra ríkja. Þau þekkjast hins vegar meðal ýmissa nýmarkaðsríkja, t.d. Kína og Indlands sem lengi hafa haft víðtækar takmarkanir á gjaldeyris- viðskipti og fjármagnshreyfingar. Einhvers konar takmarkanir á fjármagnshreyfingar þekkjast hins vegar víða, jafnvel á meðal þróaðra iðnríkja, eins og sjá má í töflu 1. Meðal iðnríkja er yfirleitt um að ræða einhvers konar höft á beina erlenda fjárfestingu. Höft á innflæði fjármagns eru jafn- an notuð til að reyna að stemma stigu við óhóflegu innflæði sem orsakast af jákvæðum vaxtamun við útlönd, eins og t.d. nýleg dæmi í Brasilíu og Tævan og áður í Chíle á tíunda áratug síðustu aldar, Taíl- andi (2006-2008) og Kólumbíu (2007-2008) sýna. Í þessum löndum hafa höft byggst á markaðslausnum, þ.e. skatt á gjaldeyrisviðskipti (Brasilía) eða vaxtalausa bindiskyldu (Chíle, Taíland og Kólumbía).2 Gjaldeyris höft á útflæði eru hins vegar gjarnan notuð til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta. Dæmi um slíkt fyrirkomulag í kjölfar fjár- málakreppa undangengna áratugi eru t.d. Spánn árið 1992, Rúm- enía árið 1996 og Rússland og Malasía árið 1998.3 2. Í því tilfelli eru erlendir fjárfestar skyldaðir til að leggja hluta innflæðisins (í innlendri eða erlendri mynt) á reikning í seðlabankanum til ákveðins tíma án vaxta. Þetta fyrirkomulag virkar eins og skattur á gjaldeyrisinnflæði þar sem skatthlutfallið ræðst af því hversu lengi fjármagnið er inni í landinu. Eftir því sem fjárfest er til lengri tíma, því lægra verður skatthlutfallið í raun. 3. Sjá t.d. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2010), Global Financial Stability Report, apríl 2010, N. Magud og C. M. Reinhart (2006), „Capital controls: An evaluation“, NBER Working Paper Series, nr. 11973, og Ariyoshi, A., K. Habermeier, B. Laurens, I. Ötker-Robe, J. I. Canales-Kriljenko og A. Kirilenko, (2000), „Capital controls: Country experiences with their use and liberalization“, IMF Occasional Paper nr. 190. Takmarkanir á Takmarkanir á Takmarkanir á Lönd fjármagnshreyfingu útflæði innflæði Nýmarkaðsríki 45 47 42 Þróuð ríki 15 19 10 OECD-ríki 20 24 14 Öll aðildarríki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 39 42 36 Ísland2 75 74 82 1. Einfalt meðaltal fjármagnshreyfinga sem lúta takmörkunum sem hlutfall af heildarfjármagnshreyfingum. 2. Tekur ekki tillit til afnáms hafta á innflæði frá því í nóvember 2009. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2009), Annual Report on Exchange Arrange ments and Exchange Restrictions. Tafla 1 Fjármagnshöft í aðildarríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 20081

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.