Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 18 II Ytri skilyrði og útflutningur Efnahagsbatinn í heiminum hefur náð nokkrum krafti. Enn ríkir þó óvissa um framhaldið. Hrávöruverð hefur tekið við sér og verð hlutabréfa hækkaði umtalsvert á síðasta ári en hefur staðnað það sem af er þessu ári. Hjöðnun verðbólgu er víðast lokið en undirliggjandi verðbólguþrýstingur er enn hverfandi. Enn virðist draga úr alþjóðleg- um fjármálaviðskiptum, en viðskipti með vöru og þjónustu hafa tekið við sér. Verðlag helstu útflutningsvara Íslands hefur hækkað og útlit fyrir að viðskiptakjör batni áfram. Áþekkar horfur en áframhaldandi óvissa Samdráttur í helstu viðskiptalöndum Íslands náði hámarki um mitt síðasta ár og efnahagshorfur í heiminum eru svipaðar eða jafnvel aðeins betri en þær voru í byrjun árs þegar Peningamál komu síðast út. Efnahagsbatinn hófst í Asíu en teygir nú anga sína um allan heim. Í flestum viðskiptalöndum Íslands var árstíðarleiðrétt landsframleiðsla á síðasta fjórðungi ársins 2009 meiri en í fjórðungnum á undan. Að meðaltali jókst landsframleiðsla í helstu viðskiptalöndum Íslands um 0,6% milli fjórðunga á síðasta fjórðungi 2009 eftir 0,4% vöxt ársfjórð- unginn á undan. Enn er samdráttur milli ára, en verulega hefur hægt á honum, t.d. í Bretlandi og á evrusvæðinu, þar sem landsframleiðsla dróst saman um 3,3% og 2,2% á milli ára á síðasta ársfjórðungi ársins 2009. Á Norðurlöndunum og í Japan var samdrátturinn mun minni á milli ára eða á bilinu 0,2%-1,5%. Í Bandaríkjunum mældist örlítill hag- vöxtur á síðasta fjórðungi ársins, miðað við sama tímabil árið áður en vöxtur milli ársfjórðunga var 1,4% sem er einn sá mesti sem þar hefur verið í nokkur ár. Ein helsta ástæðan var jákvæð áhrif birgðasöfn- unar og að útflutningur jókst töluvert. Veiki hlekkurinn í batanum í Bandaríkjunum er einkaneyslan, sem eykst lítið. Þá hafa fjármálamark- aðir ekki náð sér almennilega á strik. Hætta er því á bakslagi síðar á árinu og benda ýmsir hagvísar til þess að hægja muni á hagvexti þegar líða tekur á árið. Á evrusvæðinu er gert ráð fyrir hagvexti á þessu ári, drifnum áfram af auknum útflutningi, en nýjustu hagvísar benda til þess að hann verði mjög lítill, þar sem atvinnuleysi heldur aftur af einkaneyslu og fjárfesting dregst enn saman. Endurskoðaðar spár fyrir þetta ár benda flestar til þess að efnahagsbatinn verði eitthvað meiri en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Spár Consensus Forecasts frá því í mars eru ívið hærri fyrir bæði Bandaríkin og Japan en þær voru í desember, en spáin fyrir Bretland er svipuð. Spá fyrir evrusvæðið er aftur á móti heldur lakari en hún var undir lok síðasta árs, væntanlega sökum minni vaxtar en búist var við á síðasta ársfjórðungi ársins 2009. Mikil óvissa ríkir þó um framhaldið og er talin nokkur hætta á bakslagi, t.d. í Bandaríkjunum eins og nefnt var hér að framan, en einnig á evrusvæðinu þar sem fleiri lönd en Grikkland glíma við mikinn skuldavanda ríkisins. Hægt hefur á hækkun hlutabréfaverðs það sem af er ári … Verð hlutabréfa á heimsvísu hækkaði töluvert á síðasta ári og var um 24% hærra í lok árs en á sama tíma árið áður. Það sem af er þessu ári hefur hins vegar hægt á verðhækkunum víðast hvar. Á Heimild: Reuters EcoWin. Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Mynd II-1 Alþjóðlegur hagvöxtur Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2009200820072006200520042003 Heimild: Consensus Forecasts. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-2 Hagvaxtarspár fyrir 2010 Súlurnar sýna hvenær spáin er gerð Júníspá 2009 fyrir 2010 Ágústspá 2009 fyrir 2010 Októberspá 2009 fyrir 2010 Desemberspá 2009 fyrir 2010 Marsspá 2010 fyrir 2010 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 JapanBandaríkinBretlandEvrusvæðið Heimild: Global Insight. % af VLF Mynd II-3 Fjárlaga- og viðskiptahalli í nokkrum evrulöndum 2009 Viðskiptahalli Fjárlagahalli -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 SpánnGrikk- land ÍtalíaÍrlandPortúgalEvru- svæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.