Peningamál - 01.05.2010, Síða 31

Peningamál - 01.05.2010, Síða 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 31 Rammagrein III-2 Stækkun efnahagsreikninga seðlabanka í fjármálakreppunni Stærð og samsetning efnahagsreikninga seðlabanka víða um heim tóku stakkaskiptum í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Þeirrar þróunar gætti einnig hér á landi, jafnvel fyrr og í meira mæli en víðast hvar annars staðar. Í þessari rammagrein er stuttlega fjallað um ástæður þess að efnahagsreikningar seðlabanka breyttust með jafn róttækum hætti og raun ber vitni auk þess sem framvindunni hér á landi eru gerð skil. Loks er litið á mögulega hættu á aukinni verðbólgu vegna þessara breytinga, bæði í alþjóðlegu samhengi og hér á landi. Eitt af því sem dregur úr slíkri áhættu hér er sú staðreynd að væntanleg sala Seðlabankans á eignum sem bankinn yfirtók í kjölfar fjármálakrepp- unnar muni minnka efnahagsreikning bankans að nýju. Hvers vegna stækkuðu efnahagsreikningar seðlabanka í kreppunni? Við eðlileg skilyrði ákvarða seðlabankar vexti sína og haga markaðs- aðgerðum þannig að laust fé í umferð sé með þeim hætti að mark- aðsvextir séu í samræmi við vexti seðlabanka. Markaðsaðgerðirnar hafa áhrif á eignir og skuldir seðlabanka sem skráðar eru í efnahags- reikninga þeirra. Við krefjandi skilyrði á borð við þau sem ríktu í al- þjóðlegu fjármálakreppunni þurftu seðlabankar að grípa til umfangs- meiri aðgerða sem tóku mið af lausafjárskorti fjármálastofnana og aðsteðjandi vanda fjármálakerfisins. Slíkum aðgerðum fylgir gjarnan að eignir og skuldir seðlabanka aukast verulega þar sem lánveitingar og kaup á skuldabréfum aukast. Stækkun efnahagsreiknings seðla- banka í kjölfar fjármálaáfalls er ekki ný af nálinni en aðgerðirnar nú eru á heildina litið umfangsmeiri en áður hefur þekkst. Þær voru líka alþjóðlegri en áður (sjá t.d. Alessandri og Haldane, 2009). Viðbrögð seðlabanka við fjármálakreppunni byggðust í ríkum mæli á því að breyta samsetningu eigna og skulda til að koma í veg fyrir hrun eignaverðs og rýmka fjármögnunarskilyrði fjármála- stofnana, einkaaðila og hins opinbera. Seðlabankar komu þannig í veg fyrir að mikilvægir markaðir lokuðust algerlega og unnu á móti snarpri hækkun áhættuálags. Seðlabankar gegndu því í auknum mæli því mikilvæga hlutverki að tryggja aðgengi að lánsfé þegar hinir hefðbundnu farvegir um lánsfjármarkaði og lánastofnanir fóru úr skorðum (sjá t.d. Borio og Disyata, 2009). 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 201020092008200720062005 Ma.kr. Mynd III-14 Útgefin fyrirtækjaskuldabréf1 Janúar 2005 - apríl 2010 1. Útgefin skuldabréf að nafnvirði í hverjum mánuði. Heimild: Kauphöll Íslands. reikninga þeirra en það hefur tafið enn frekar að útlánastarfsemi þeirra komist í eðlilegt horf. Geta og vilji fyrirtækja til að sækja sér nýtt lánsfé til frekari fjárfestinga og athafna er einnig af skornum skammti. Að hluta til eru það eðlileg viðbrögð við efnahagskreppunni þar sem óvissa um framtíðarhorfur er mikil. Þar að auki hefur mikil offjárfesting í sumum atvinnugreinum í aðdraganda fjármálakreppunnar gert það að verkum að mikil umframframleiðslugeta er víða í þjóðarbúskapnum sem dregur úr vilja til fjárfestingar. Þessi þróun er einnig í samræmi við reynslu annarra ríkja í kjölfar fjármálakreppu þar sem útlánavöxtur hefur verið afar hægur. Aðgangur að markaðsfjármögnun hefur einnig verið erfiður fyrir innlend fyrirtæki. Fjárfestar hafa í miklu mæli leitað í öruggt skjöl ríkis- tryggðra bankainnlána og ríkisskuldabréfa og svigrúm fyrirtækja til útgáfu markaðsverðbréfa því verið afar takmarkað. Þetta á sérstaklega við þar sem staða fjölda fyrirtækja og rekstrargrundvöllur er í mörgum tilfellum óljós og því má búast við að áhættuálag á fyrirtækjabréf hafi hækkað verulega. Ber takmörkuð skuldabréfaútgáfa annarra aðila en ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs vott um þetta, en sjá má á mynd III-14 að slík útgáfa hefur verið með allra minnsta móti frá falli bankanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.