Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 35

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 35 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Það hillir undir lok dýpsta samdráttarskeiðs sem þjóðarbúskapurinn hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum. Gert er ráð fyrir að efna- hagsbati hefjist upp úr miðju ári eftir u.þ.b. tveggja og hálfs árs sam- dráttarskeið. Búist er við að batinn verði hægur og horfur eru óvissar. Sveigjanleiki efnahagslífsins hefur varið þjóðarbúskapinn fyrir frekari ágjöf af völdum banka- og gjaldmiðilshrunsins, þótt heimili, fyrirtæki og hið opinbera hafi orðið fyrir þungum búsifjum og svigrúm stjórn- valda til stuðningsaðgerða hafi verið af skornum skammti. Aðlögun eftirspurnar að lægra tekjustigi hefur verið snörp en einkaneysla virðist hafa náð nokkurri fótfestu á meðan viðsnúningur í fjárfestingu virðist heldur fjarlægari en vonir stóðu til. Þegar hagvöxtur á Íslandi er borinn saman við hagvöxt í öðrum ríkjum sést að samdrátturinn hér er bæði meiri og langvinnari en meðal flestra annarra iðnríkja enda svigrúm stjórnvalda til að bregðast við samdrættinum minna hér á landi en víð- ast hvar. Mjög erfitt er að meta framleiðslugetu hagkerfisins um þessar mundir og spá fyrir um framtíðina. Þar skiptir miklu hvernig til tekst með endurskipulagningu á efnahag innlendra aðila og að koma í veg fyrir frekara tap á mannauði t.d. með því að hindra að umfangsmikið langtímaatvinnuleysi festi hér rætur. Samkvæmt grunnspánni mun framleiðslugetan þó halda áfram að dragast saman fram undir miðbik næsta árs og er gert ráð fyrir að um 5% af framleiðslugetu hafi tapast varanlega í kjölfar fjármálahrunsins.1 Snörp og erfið aðlögun á sér stað í þjóðarbúskapnum ... Í uppsveiflunni á árunum fyrir bankahrun reyndi verulega á þanþol efnahagslífsins. Þrátt fyrir umtalsverðan sveigjanleika í þjóðarbú- skapnum, sem birtist m.a. í hækkun raungengis krónunnar sem beindi eftirspurn út úr landinu og miklum vexti vinnuaflsframboðs sem blés tímabundið auknu lífi í framleiðslugetuna, m.a. fyrir tilstuðlan mikils flutnings fólks hingað til lands, stóðust fjármálakerfið og efnahagslífið á endanum ekki áraunina. Efnahagsreikningar banka og fyrirtækja voru stærri en efnahagslífið gat staðið undir við verulega þrengri fjármögnunarskilyrði en ríktu á árunum á undan. Skyndileg og erfið aðlögun hefur því þurft að eiga sér stað á eftirspurn, framleiðslu- getu, innlendu kostnaðarstigi og stærð innlendra efnahagsreikninga. Einkaneysla og fjárfesting, sem voru megindrifkraftar hagvaxtarins á uppsveiflutímabilinu, hafa dregist verulega saman og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki. Fjöldi fjármálastofnana og fyrirtækja hefur farið í þrot eða þarf að ganga í gegnum verulega endurskipulagningu á efna- hag og rekstri, auk þess sem líklegt er að tæplega fjórðungur heimila glími við greiðsluerfiðleika.2 1. Ítarlegra talnaefni um þjóðhagsspána er að finna í Viðauka 1 á bls. 67. 2. Sjá t.d. Karen Á. Vignisdóttir og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, (2010), „Hvernig hefur staða heimila breyst undanfarin misseri og hverju fá aðgerðir í þágu heimila áorkað?“, erindi flutt á málstofu í Seðlabanka Íslands 12. apríl 2010 (http://www.sedlabanki.is/?- PageID=13&NewsID=2429). Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-1 Hagvöxtur og framlag undirliða 2000-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 ‘05 ‘09 ‘11 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Hagvöxtur ‘01 ‘03 ‘07 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2000 = 100 Mynd IV-2 Raungengi miðað við hlutfallslegan launakostnað og þróun vinnuaflsframboðs 1999-2009 Raungengi miðað við hlutfallslegan launakostnað (v. ás) Vöxtur vinnuaflsframboðs (h. ás) 60 70 80 90 100 110 120 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 Breyting frá fyrra ári (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-3 Þróun einkaneyslu og framlag undirliða 2000-2009 Einkaneysla Innfluttar varanlegar neysluvörur Húsnæði Óvaranlegar neysluvörur -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.