Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 37

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 37 Loks gerir smæð innlends efnahagslífs það að verkum að nokkrar stórframkvæmdir geta tiltölulega auðveldlega hrundið af stað við- snúningi eins og reynsla frá fyrri samdráttarskeiðum sýnir. Í síðustu spám Seðlabankans hefur verið gert ráð fyrir að fjárfesting tengd álversframkvæmdum vegi upp á móti samdrætti annarrar fjárfestingar. Í fyrra gerði bankinn ráð fyrir að vöxtur yrði í heildarfjármunamyndun á þessu ári af þessum sökum. Erfið fjármálaleg skilyrði hafa hins vegar seinkað framkvæmdum og gert er ráð fyrir frekari töfum stórfram- kvæmda í þessari spá og horfur eru óvissar. Samdráttur landsframleiðslu var minni í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir Hagstofa Íslands birti fyrstu áætlanir sínar yfir þjóðhagsreikninga fyrir allt árið 2009 þann 5. mars sl. Samkvæmt þeim dróst landsframleiðsla saman um 6,5% í fyrra. Þetta er heldur meiri samdráttur en í helstu iðnríkjum en þó minni en í nokkrum Evrópulöndum, t.d. Finnlandi, Írlandi, Slóveníu, Rúmeníu og Eystrasaltsríkjunum. Samdrátturinn reyndist 1,2 prósentum minni en Seðlabankinn spáði í janúar. Stærsta hluta mismunarins má skýra með því að bank- inn hefur hingað til ekki tekið tillit til áhrifa svokallaðrar keðjuteng- ingar þjóðhagsreikninga á spá um hagvöxt og þjóðarútgjöld.3 Í spám bankans hafa þessar stærðir verið fengnar með samlagningu undirþátta í takt við skilgreiningu þjóðhagsreikninga. Sú aðferð gefur í flestum tilvikum mjög áþekka niðurstöðu og ef notast er við keðju- tenginguna. Nokkur munur getur hins vegar orðið þegar um miklar hlutfallslegar verðbreytingar er að ræða í þjóðhagsstærðunum. Því hefur Seðlabankinn endurskoðað aðferðafræði sína til að koma í veg fyrir misræmi af þessu tagi. Eins og sjá má á mynd IV-6 gætti samdráttarins í nær öllum atvinnugreinum en sérstaklega byggingariðnaði, verslun og fjármála- þjónustu. Iðnaður virðist hins vegar halda betur velli en víða annars staðar þar sem framlag hans til samdráttar þáttatekna er mun meira.4 Búist er við áframhaldandi hægum bata í einkaneyslu Eins og hálfs árs samdráttarskeiði einkaneyslu lauk um miðbik síðasta árs. Eins og kom fram hér að framan beindist samdrátturinn að veru- legu leyti að innfluttum neysluvörum, ferðalögum til útlanda og flutn- ingum. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var 1%-1½% vöxtur í árstíðarleiðréttri einkaneyslu á milli fjórðunga á seinni hluta síðasta árs. Þróttur einkaneyslu var því meiri á þessu tímabili en ýmsir hagvísar gáfu til kynna og Seðlabankinn horfði til við mat á skamm- tímahorfum. Aðgerðir til að létta á greiðslubyrði skulda virðast hafa haft meiri áhrif á einkaneyslu en bankinn gerði ráð fyrir þar sem sam- 3. Árleg keðjutenging hefur í för með sér að fjárhæðir á verðlagi hvers árs eru færðar til verðlags ársins á undan og magnbreytingin síðan reiknuð sem breytingin á föstu verði fyrra árs. Þannig fæst magnbreytingin milli hverra tveggja ára og þær breytingar eru síðan tengdar saman til þess að fá samfelldar magnvísitölur. Hagstofan tók upp keðjutengingu í september 2005 í samræmi við staðla Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins en fram að þeim tíma var miðað við tiltekið grunnár við mat á magnbreytingum en þá réðu verðhlutföll á því ári innbyrðis vægi fjárhæða (sjá Hagstofa Íslands, (2005). Hagtíðindi 2005:3, 13. september 2005). 4. Vergar þáttatekjur jafngilda vergri landsframleiðslu að frádregnum óbeinum sköttum og viðbættum framleiðslustyrkjum. Mynd IV-7 Ársfjórðungsleg breyting árstíðarleiðréttrar einkaneyslu 1. ársfj. 2002 - 4. ársfj. 2009 Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrri ársfj. (%) -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 20092008200720062005200420032002 0 15 30 45 60 75 90 105 120 135 150 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘1020092008200720062005200420032002 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Ársfjórðungsleg breyting árstíðaleiðréttrar einkaneyslu (h. ás) 1. Miðað er við þriggja mánaða meðaltal væntingavísitölu Gallup. Gildi fyrir 2. ársfj. 2010 er fyrir apríl. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands. Vísitala Breyting frá fyrri ársfj. (%) Mynd IV-8 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup 1. ársfj. 2002 - 2. ársfj. 20101 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) Mynd IV-9 Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu og greiðslukortaveltu 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Dagvöruvelta Debet- og kreditkortavelta einstaklinga innanlands -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 2009200820072006200520042003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.