Peningamál - 01.05.2010, Side 43

Peningamál - 01.05.2010, Side 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 43 Einkaneysla sveiflast meira hér á landi en í flestum öðrum löndum Eins og sést á mynd 1 eru sveiflur í einkaneyslu töluvert meiri hér á landi en t.a.m. í Finnlandi, sem er með annað hæsta staðalfrávik einkaneyslu af Norðurlöndunum á eftir Íslandi, og Nýja-Sjáland sem er lítið, opið hagkerfi og um margt líkt Íslandi.3 Þegar horft er til OECD-ríkjanna í heild, kemur í ljós að sveiflur í einkaneyslu eru þær næstmestu hér á landi og þær fjórðu mestu þegar horft er á sveiflur í landsframleiðslu (sjá mynd 2). Einungis í Tyrklandi eru sveiflur í einkaneyslu meiri, en Tyrkir gengu í gegnum mikla fjármálakreppu um mitt tímabilið sem er til skoðunar. Eins og sjá má á mynd 3, sem sýnir staðalfrávik einkaneyslu sem hlutfall af staðalfráviki vergrar landsframleiðslu fyrir sömu lönd og á mynd 2, sker Ísland sig úr þeim hópi þar sem staðalfrávik einkaneyslu er næst- um tvöfalt hærra heldur en staðalfrávik vergrar landsframleiðslu. Miklar sveiflur í varanlegum neysluútgjöldum Skipta má einkaneyslu í fjóra þætti: neyslu varanlegra neysluvara (e. durables), óvaranlegra neysluvara (e. non durables), hálfvaranlegra neysluvara (e. semi durables) og þjónustu. Útgjöld til bifreiðakaupa, húsgagna og stærri heimilistækja eru flokkuð sem varanleg neyslu- útgjöld og líklegt er að þessi útgjöld séu sveiflukenndari en önnur neysluútgjöld. Miklar sveiflur í þessum flokki gætu því skýrt miklar sveiflur í einkaneyslu á Íslandi. Tafla 1 sýnir sveiflur í einkaneyslu alls og nokkurra undirflokka hennar á mismunandi tímabilum. Eins og sjá má sveiflast neysla á varanlegum neysluvörum mest. Staðalfrávik þjónustutengdrar einkaneyslu, s.s. heilbrigðisþjónustu er hins vegar mun lægra. Eins og fyrirfram hefði mátt búast við er staðalfrávik óteyginna neyslu- vara á borð við mat, drykk, áfengi og lyf fremur lágt. Það sama á við um sveiflur í útgjöldum til óvaranlegra neysluvara, líkt og fatnaðar, bóka, geisladiska og íþróttavara. Staðalfrávik einkaneyslu í heild er 2,5%. Ef litið er til einka- neyslu án varanlegra neysluvara, kemur í ljós að staðalfrávikið lækk- ar úr 2,5% í 2,1%, þrátt fyrir að útgjöld til varanlegra neysluvara vegi einungis um 9,5% af heildarneysluútgjöldum á þessu tímabili.4 3. Samanburðurinn nær til allra OECD-ríkja á tímabilinu 1985 til 2007 nema sex ríkja, en gögn fyrir þau ríki voru aðeins fáanleg fyrir styttra tímabil. Gögnin taka til tímabilsins fram að hinni alþjóðlegu fjármálakreppu árið 2008. Gögn um samsetningu utanríkisvið- skipta eru fengin úr gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna (www.unctad.org). 4. Gögn um skiptingu einkaneyslu í undirflokka eru fengin frá Hagstofu Íslands og ná aftur til 1990. Hlutdeild varanlegra neysluvara í einkaneyslu sveiflast talsvert enda er stað- alfrávik þeirra hátt. Hlutfallið fer hæst í 17% á öðrum ársfjórðungi 2005 en lægst í 3% á fyrsta ársfjórðungi 2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 1 Vöxtur einkaneyslu 1985-2007 Ísland Finnland Nýja-Sjáland Meðaltalsvöxtur OECD-ríkja -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91‘89‘87‘85 1. Gögn eru árstíðarleiðrétt og síuð með Baxter-King tíðnisíu (e. bandpass filter). Heimildir: Eurostat, Hagstofa Íslands, Reuters Ecowin. % Mynd 2 Staðalfrávik einkaneyslu og vergrar landsframleiðslu nokkurra OECD-ríkja 1. ársfj. 1987 - 2. ársfj. 20071 Staðalfrávik einkaneyslu Staðalfrávik vergrar landsframleiðslu 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 Ty rk la nd Ís la nd K ór ea M ex ík ó Fi nn la nd Ír la nd N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía Sp án n G rik kl an d Br et la nd Sv íþ jó ð D an m ör k N or eg ur 1. Gögn eru árstíðarleiðrétt og síuð með Baxter-King tíðnisíu. Heimildir: Eurostat, Hagstofa Íslands, Reuters Ecowin. Hlutfall Mynd 3 Staðalfrávik einkaneyslu sem hlutfall af staðalfráviki vergrar landsframleiðslu 1. ársfj. 1987 - 2. ársfj. 20071 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 2,0 Ís la nd K ór ea M ex ík ó Ty rk la nd Br et la nd Sp án n Á st ra lía N ýj a- Sj ál an d D an m ör k G rik kl an d Fi nn la nd N or eg ur Sv íþ jó ð Ír la nd 1. Gögn eru árstíðarleiðrétt og síuð með Baxter-King tíðnisíu. Tímabil Staðalfrávik breytinga (%) 1992-2000 2001-2007 1992-2007 Einkaneysla 2,0 3,2 2,5 Einkaneysla án varanlegra neysluvara 1,7 2,5 2,1 Varanlegar neysluvörur 6,1 15,4 11,0 Kaup á ökutækjum 8,6 27,7 19,0 Varanlegar án ökutækja 4,6 9,0 6,8 Óvaranlegar neysluvörur 1,2 1,2 1,2 Hálfvaranlegar neysluvörur 1,1 1,3 1,2 Þjónusta 2,6 3,5 3,0 VLF 1,3 1,4 2,5 Gengisvísitala krónunnar 2,8 7,2 5,1 Ráðstöfunartekjur 1,8 2,1 1,9 Tafla 1 Sveiflur í einkaneyslu og nokkrum undirflokkum hennar1

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.