Peningamál - 01.05.2010, Side 55

Peningamál - 01.05.2010, Side 55
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 55 Gert ráð fyrir meiri launahækkunum Vegna góðrar afkomu útflutningsfyrirtækja hafa forsendur spárinnar um launaskrið á þessu ári verið hækkaðar lítillega. Af sömu ástæðu hafa forsendur um launabreytingar í komandi kjarasamningum og launaskrið einnig verið hækkaðar, en ekki er gert ráð fyrir að þær smit- ist áfram yfir í aðrar greinar. Ekki er heldur gert ráð fyrir miklum þrýst- ingi við gerð næstu kjarasamninga á að leiðrétta kaupmátt launa sem hefur dregist saman um 13% frá því að hann hóf að dragast saman í upphafi árs 2008, þar sem talið er líklegt að slakinn á vinnumarkaði muni vega á móti þeim kröfum. Framleiðni eykst allt spátímabilið Eins og fram kemur í rammagrein VI-1 er nú miðað við tölur úr Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar við áætlun ársverka á vinnu- markaði. Einnig hafa áætlanir um launakostnað breyst og taka nú mið af tölum sem Hagstofan hefur birt um þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár. Áhrif þessara breytinga á framleiðni, laun og launakostn- að eru töluverð á árinu 2009. Samdráttur heildarvinnustunda er nú metinn rúmlega 10% í stað 7% áður sem, ásamt minni samdrætti landsframleiðslu, hefur í för með sér að undirliggjandi framleiðni eykst um 2½% í stað þess að dragast saman um rúmlega 1%. Nýjar áætl- anir um launakostnað sýna að hann jókst aðeins um tæplega 1% að nafnvirði milli áranna 2008 og 2009 í stað tæplega 5% í síðustu spá. Launakostnaður á framleidda einingu er því talinn hafa minnkað um ½% á síðasta ári í stað þess að aukast um rúmlega 7%. Framleiðni er einnig talin aukast meira á næstu tveimur árum en í síðustu spá. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir meiri nafnlaunahækk- unum á þessu ári og nokkru meiri launahækkunum á næstu árum í nýjum kjarasamningi. Annar launakostnaður eykst einnig vegna hækkunar tryggingagjalds í ár. Meiri framleiðnivöxtur í ár hefur í för með sér að launakostnaður á framleidda einingu eykst um prósentu minna á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Meiri nafnlaunahækkanir á seinni hluta spátím- ans og heldur minni framleiðniaukning í lok hans hefur hins vegar í för með sér að launakostnaður á framleidda einingu verður heldur meiri árið 2012 en áður var talið og eykst um 4½%. Atvinna og atvinnuþátttaka dragast saman á spátímanum Gert er ráð fyrir að bæði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi fólks 16-64 ára lækki töluvert meira en á samdráttarskeiðinu í byrjun síðasta áratugar. Eins og fram kom hér að framan hefur meiri brottflutningur fólks frá landinu á síðasta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir haft í för með sér að nú er talið að atvinnuþátttaka aldurshópsins 16-64 ára verði minni allt spátímabilið. Atvinnuþátttaka er nú talin hafa verið rúmlega 2 prósentum minni á síðasta ári en í síðustu spá eða tæplega 77%, og verði um prósentu minni í ár og á næsta ári. Gert er ráð fyrir að atvinnuþátttaka verði tæplega 4 prósentum minni á árinu 2012 en hún var árið 2008. Breyting á áætlun ársverka hefur einnig í för með sér að hlutfall starfandi fólks af mannfjölda á aldrinum 16-64 ára lækkar töluvert meira en áður var talið allt spátímabilið. Í ár og á næsta ári er áætlað 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-13 Atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi 1990-20121 % af mannafla 16-64 ára Atvinnuþátttaka PM 2010/1 Atvinnuþátttaka PM 2010/2 Hlutfall starfandi PM 2010/1 Hlutfall starfandi PM 2010/2 68 70 72 74 76 78 80 82 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2013. Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-14 Atvinnuleysi 1. ársfj. 1990 - 2. ársfj. 20131 % af mannafla 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.