Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 58

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 58
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 58 Endurskoðun leiðir í ljós mun minni viðskiptahalla en áður var talið Þrátt fyrir að halli á þáttatekjujöfnuði hafi verið töluverður á árunum 2006-2009, er hann nú mun minni en opinberar tölur bentu til við útgáfu síðustu Peningamála, sérstaklega á árinu 2008. Frá útgáfu Peningamála í janúar hefur verið gerð töluverð endurskoðun á þátta- tekjujöfnuði á árunum 2006-2008 annars vegar og á áður birtum tölum fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2009 hins vegar. Byggist endur- skoðunin fyrir árin 2006-2008 á nýrri aðferðafræði við útreikning á beinni fjárfestingu (sjá nánar í rammagrein VII-1). Breytingin hefur í för með sér að halli á þáttatekjujöfnuði á árunum 2006 og 2007 mælist nú minni en áður og töluvert minni á árinu 2008. Viðskiptahallinn á þess- um árum er því mun minni en áður var talið (sjá mynd VII-4). Frávik frá áður birtum tölum fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2009 má rekja til nýrra upplýsinga um þáttatekjur og -gjöld á árinu. Viðskiptahallinn er því um 140 ma.kr. minni fyrstu þrjá fjórðunga síð- asta árs en áður var talið. Viðskiptahallinn var því um 6,8% af vergri landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi (hafði áður verið talinn 21%), og 5% á öðrum ársfjórðungi (hafði áður verið talinn 18%). Á þriðja fjórðungi mældist hins vegar 1,6% afgangur í stað 9% halla, þar sem mikill afgangur af vöru- og þjónustuviðskipum vó þyngra en halli á þáttatekjujöfnuði. Rammagrein VII-1 Ný aðferðafræði við mat á beinni fjárfestingu Nýlega breytti Seðlabankinn um aðferðafræði við mælingu tekna af beinni fjárfestingu í greiðslujafnaðaruppgjöri sínu. Þessi breyt- ing hafði í för með sér endurskoðun á gögnum aftur til ársins 2006 sem hafði veruleg áhrif á niðurstöðu þáttatekjujafnaðarins á árunum 2006-2008 og þar með á viðskiptajöfnuðinn á þessu tímabili. Samkvæmt alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði eru tvær leið- ir til að mæla tekjur af beinni fjárfestingu, annars vegar með mæl- ingu á rekstrarafkomu fyrirtækis og hins vegar mælingu á heildar- afkomu þess. Fyrri aðferðin lítur eingöngu á hagnað eða tap sem tengist rekstri á venjulegri starfsemi fyrirtækisins en ekki er tekið tillit til tekna eða gjalda sem koma til vegna breytinga á verði eigna og skulda (e. capital gain/loss), svo sem virðisbreytinga eigna eða breytinga á gengi gjaldmiðla. Síðari aðferðin tekur tillit til allra þátta, þar með talið tekna og gjalda sem koma til vegna virðisbreytinga eða breytinga á gengi gjaldmiðla. Þótt síðari aðferðin gefi réttari mynd af stöðu fyrirtækisins á tilteknum degi er verð margra eigna mjög hverfult og oft erfitt að mæla það. Af þessari ástæðu mæla staðlar fyrir gerð þjóðhagsreikn- inga í dag með fyrri aðferðinni. Alþjóðastofnanir, eins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), hafa í seinni tíð mælt með fyrri aðferðinni við mat á beinni fjárfest- ingu í þjóðhagsreikningum og er sú aðferð notuð í dag í flestum ríkjum innan OECD.1 Fram til ársins 2009 fylgdi Seðlabankinn seinni aðferðinni. Staðið hafði til nokkuð lengi að breyta um aðferð, en ýmislegt kom- ið í veg fyrir það, t.d. að erfitt hefur verið að fá nauðsynleg gögn frá fyrirtækjum. Frá ársbyrjun 2009 hefur bankinn hins vegar fylgt hinni nýju aðferðafræði. Þessi breyting verður m.a. til þess að hagtölur beinnar fjárfestingar eru samanburðarhæfari en áður við helstu við- skiptalönd Íslands. 1. Sjá nánar í handbókum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD, t.d. Balance of Payments and International Investment Position Manual, málsgreinar 11.43-11.46, og OECD Benchmark Definition of Foreign Direct Investment, Annex VI. Mynd VII-4 Viðskiptajöfnuður 2005-20091 Ma.kr. 1. Fyrir árið 2009 eru eingöngu gögn fyrir 1. ársfj. - 3. ársfj. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Áður birtur viðskiptajöfnuður Nýr viðskiptajöfnuður -700 -600 -500 -400 -300 -200 -100 0 20092008200720062005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.