Peningamál - 01.05.2010, Side 61

Peningamál - 01.05.2010, Side 61
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 61 Fjármagnsjöfnuðurinn sveiflast töluvert á milli ára. Ein helsta skýring þess er áætlað inn- og útflæði á eignum innlánsstofnana í slitameðferð. Í forsendum spárinnar er gert ráð fyrir töluverðum endurheimtum á erlendum eignum á þessu ári og því næsta en að útstreymi verði helst á árunum 2011-2012. Áætlunin byggist á þeirri tæknilegu forsendu að dregið sé að fullu á öll lán sem tengjast fjár- mögnun áætlunarinnar með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, án þess að nokkuð sé fullyrt um að svo verði, og að endurgreiðslur á lánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefjist á árinu 2012. Gert er ráð fyrir að hluti erlendra skulda verði endurfjármagnaður á tímabilinu, þar á meðal um helmingur lána ríkissjóðs sem eru á gjalddaga árin 2011- 2012. Einnig er gert ráð fyrir að stærstu fyrirtækin sem njóta ríkis- ábyrgðar muni að mestu leyti geta endurfjármagnað skuldir sínar þegar fram líða stundir. Þróun beinnar fjárfestingar í spánni ræðst í meginatriðum af horfum um fjárfestingu í tengslum við stóriðju. Einnig er gert ráð fyrir nokkurri sölu erlendra eigna, sem felur í sér innstreymi fjármagns. Forsendur varðandi greiðsluferil Icesave-lána byggjast á nýjustu áætlunum og því tilboði Breta og Hollendinga sem fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi. Eins og sjá má á mynd 1 eru á næsta ári töluvert þungar afborg- anir erlendra lána ríkissjóðs, fyrirtækja með ríkisábyrgð og sveitar- félaga. Myndin sýnir samanlagða greiðslubyrði af lánum þessara aðila á árunum 2010-2012. Meginþungi afborganna verður undir lok árs 2011 og í byrjun árs 2012. Samkvæmt þessu mati verður hrein skuldastaða þjóðarbúsins mest um 75% af vergri landsframleiðslu á þessu ári, en lækkar jafnt og þétt á árunum þar á eftir. Lækkun hreinnar skuldastöðu verður meðal annars drifin áfram af endurheimtu eigna innlánsstofnana í slitameðferð og endurskipulagningu skulda einkageirans. Með því að draga á þau lán sem í boði eru, verður fjármögnun skulda á næstu misserum ekki áhyggjuefni. Ef hins vegar aðgangur hefði ekki feng- ist að því fjármagni sem fylgir annarri endurskoðun efnahagsáætl- unarinnar væri lítið borð fyrir báru. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að þörfin fyrir hámarksforða mun einungis standa í stuttan tíma meðan verið er að byggja upp traust, leysa gjaldeyrishöftin og sjá fyrir endann á þessum þungu afborgunum. Til lengri tíma mun myndarlegur afgangur á viðskiptajöfnuði bæta skuldastöðu þjóðar- búsins. Mynd 1 Afborganir lána 2010-20121 Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 50 100 150 200 250 201220112010 Ríkið Fyrirtæki með ríkisábyrgð Sveitarfélög og fyrirtæki í eigu þeirra

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.