Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 63

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 63
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 63 tæp 15% síðan það náði hámarki í mars 2008, samkvæmt vísitölu markaðsverðs sem Hagstofa Íslands birtir.1 Eins og fjallað er um í rammagrein III-1 getur verið að lítil velta á húsnæðismarkaði og hátt hlutfall makaskiptasamninga leiði til vanmats á lækkun íbúðaverðs í vísitölunni. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í útreikningi vísitölu neysluverðs og á lækkun húsnæðisverðs því stóran þátt í hjöðnun verðbólgu undanfarið ár en tólf mánaða verðbólga án húsnæðis nam 11,3% í apríl og 11,6% í mars samkvæmt samræmdu neysluverðsvísitölunni, sem einnig undanskilur húsnæðisverð. Áhrif gengislækkunar krónunnar fjara út Gengi krónunnar hefur styrkst um 3½% miðað við viðskiptavegið meðaltal frá útgáfu síðustu Peningamála í janúar. Verð innfluttrar vöru hækkaði hröðum skrefum á árunum 2008 og 2009 þegar gengi krónunnar lækkaði mikið. Dregið hefur hins vegar úr áhrifum gengis- lækkunar krónunnar á verðlag undanfarna mánuði. Tólf mánaða verðhækkun innfluttrar vöru án áfengis og tóbaks nam 14,3% í apríl en fór hæst í um 30% í janúar 2009. Hins vegar verður að taka tillit til þess að bensínverð hefur hækkað töluvert frá byrjun ársins 2010 vegna hækkunar alþjóðlegs olíuverðs og hefur innlent bensínverð ekki áður mælst svo hátt. Verð innfluttrar vöru án áfengis, tóbaks og bens- íns hefur hækkað um 11,7% sl. tólf mánuði. Alþjóðlegt hrávöruverð hefur einnig hækkað og verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands því aukist á undanförnum mánuðum (sjá nánar í kafla II). Líklegt er að áhrif gengislækkunar krónunnar séu að mestu komin fram, en aukin alþjóðleg verðbólga gæti leitt til nokkurrar verðhækkunar innfluttrar vöru. Einnig er hugsanlegt að einhver tafin áhrif gengislækkunar komi fram þegar eldri birgðir ganga til þurrðar og nýjar vörur eru fluttar inn í þeirra stað. Við útsölulok í febrúar og mars hækkaði verð t.d. nokkru meira en nam hreinum útsöluáhrifum sem gæti bent til einhvers síðbúins gengisleka. Verðbólguvæntingar hafa hjaðnað Dregið hefur úr verðbólguvæntingum til eins árs á alla mælikvarða frá síðustu útgáfu Peningamála eftir að þær jukust mánuðina á undan. Í könnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, sem framkvæmd var í febrúar og mars sl., væntu stjórnendur þeirra að verðbólga yrði um 4% að ári liðnu, miðað við miðgildi svara. Í sambærilegri könnun í desember árið 2009 námu tólf mánaða verðbólguvæntingar 6%. Þegar spurt er nánar um verðákvarðanir fyrirtækja töldu stjórnendur tæplega 30% þeirra að verð á vöru og þjónustu fyrirtækisins á innlendum markaði myndi hækka á næstu sex mánuðum, samanborið við 38% í síðustu könnun í september 2009.2 Tæp 60% stjórnenda fyrirtækja bjuggust við því að verð myndi standa í stað. Væntingar um ársverðbólgu eftir tvö ár voru óbreyttar frá síð- 1. Sjá umfjöllun um ólíka mælikvarða á þróun íbúðaverðs í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2009/4, bls. 33-34. 2. Capacent Gallup framkvæmir könnun á stöðu og framtíðarhorfum 400 stærstu fyrirtækja landsins fjórum sinnum á ári. Tvær kannanir eru nokkuð viðamiklar og framkvæmdar í mars/apríl og september á hverju ári á meðan hinar tvær eru minni í sniðum og fram- kvæmdar í maí/júní og desember. 12 mánaða breyting (%) Mynd VIII-4 Verðlagsþróun Húsnæði og þjónusta Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Húsnæði Almenn þjónusta Opinber þjónusta -10 -5 0 5 10 15 20 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 Mynd VIII-5 Verðbólga á Íslandi og í Evrópu Samræmd vísitala neysluverðs1 12 mánaða breyting (%) Ísland EES Evrusvæðið 1. Um neysluverðsvísitölu er að ræða fyrir Sviss. Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 Mynd VIII-6 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - apríl 2010 80 100 120 140 160 180 200 220 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Vísitala, mars 1997=100 Heimild: Hagstofa Íslands. Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning Nýir bílar og varahlutir Vísitala neysluverðs Innfluttar mat- og drykkjarvörur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.