Peningamál - 01.05.2010, Side 65

Peningamál - 01.05.2010, Side 65
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 65 var 5,8%. Eins og fjallað er um í kafla IV var samdráttur einkaneyslu á síðasta ári nokkru minni en búist var við í janúarspánni. Einnig er spáð nokkru sterkari einkaneyslu á þessu ári. Á móti kemur að gengi krónunnar hefur verið hærra en búist var við í janúar og sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur leitt til þess að launakostnaður hefur hækkað minna en áður var talið. Þessir þættir hafa dregið úr verðbólguþrýst- ingi. Mikill slaki í þjóðarbúinu tryggir hjöðnun verðbólgu Þegar skammtímahorfur um undirliggjandi verðbólgu eru metnar er m.a. stuðst við ýmis skammtímaspálíkön. Einfalt kostnaðarlíkan sem metur fyrst og fremst áhrif gengis og launakostnaðar á verðlag á mán- aðargrunni spáir 6,3% undirliggjandi ársverðbólgu á öðrum fjórðungi þessa árs. ARIMA-líkan, sem horfir eingöngu til nýliðinnar verðbólgu- þróunar spáir hins vegar meiri verðbólgu eða 6,5%. Undirliggjandi verðbólga verður 5,5% á þriðja ársfjórðungi samkvæmt kostnaðarlík- aninu en töluvert meiri eða 6,8% samkvæmt ARIMA-líkaninu. Verðbólga hjaðnar hins vegar nokkru hraðar í grunnspánni en í þessum tímaraðalíkönum þótt ekki sé mikill munur á henni og spá kostnaðarlíkansins. Í grunnspánni er gert ráð fyrir minni undirliggj- andi verðbólguþrýstingi vegna mikils framleiðsluslaka í þjóðarbúinu, minnkandi verðbólguvæntingum og takmörkuðum verðbólguþrýst- ingi af vinnumarkaði ásamt því að áhrif gengislækkunar krónunnar séu að mestu komin fram. Forsendur eru því fyrir að verðbólga verði ekki eins þrálát á næstu misserum og verið hefur. Á móti kemur þó að spáð er meiri hækkunum launakostnaðar á framleidda einingu á næsta ári en í janúar. Eins og rakið er í kafla VI er ástæða þessa endurmats góð afkoma útflutningsfyrirtækja. Grunnspáin gerir hins vegar ráð fyrir að þessar launahækkanir muni að mestu afmarkast við útflutn- ingsatvinnugreinarnar og að því verði þrýstingur á verðbólgu vegna aukins launakostnaðar takmarkaður. Þessu til viðbótar er gengi krón- unnar sterkara á spátímabilinu, sem vegur upp á móti áhrifum meiri launakostnaðar. Hægt hefur verulega á verðhækkunum framleiðsluverðs Þróun framleiðsluverðs getur gefið vísbendingu um horfur á undir- liggjandi kostnaðarþrýstingi. Framleiðsluverð afurða sem seldar eru innanlands hafði í mars hækkað um 4,3% sl. tólf mánuði og hefur verðbólga á þennan mælikvarða hjaðnað hratt undanfarið ár. Það er því vísbending um að framleiðsluslaki sé fyrir hendi á vörumarkaði. Undirliggjandi verðbólga við verðbólgumarkmið í byrjun næsta árs Í grunnspánni er gert ráð fyrir nokkuð hraðri hjöðnun undirliggjandi verðbólgu á þessu ári og að hún verði við verðbólgumarkmið á fyrsta fjórðungi næsta árs, eða einum ársfjórðungi síðar en í janúarspánni. Að þessu sinni er búist við minni hækkunum óbeinna skatta á spátíma- bilinu þar sem afkoma hins opinbera er betri en talið var í janúar. Spáð er að mæld verðbólga verði um 6,2% á þessu ári, um 3% á því næsta og muni nálgast verðbólgumarkmiðið í lok næsta árs. Verðlagsáhrif skattabreytinga námu 0,6 prósentum árið 2009 og áætlað er að þau 12 mánaða breyting (%) Mynd VIII-10 Verðbólguvæntingar m.v. mun á framvirkum óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum1 Daglegar tölur 2. apríl 2007 - 30. apríl 2010 1. Verðbólguvæntingar eru reiknaðar út frá mun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa (5 daga hreyfanleg meðaltöl). Heimild: Seðlabanki Íslands. 5 ára verðbólguvæntingar út frá verðbólguálagi 5 ára verðbólguvæntingar eftir 5 ár út frá verðbólgu- álagi Verðbólgumarkmið Seðlabankans 0 2 4 6 8 10 12 2010200920082007 Breyting frá sama tíma árið áður (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-11 Verðbólguspár úr ólíkum líkönum Verðbólga án skattaáhrifa PM 2010/2 ARIMA-líkan Einfalt kostnaðarlíkan 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2009 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 2010 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Breyting frá sama tíma árið áður (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-12 Verðbólga án skattaáhrifa - samanburður við PM 2010/1 PM 2010/2 PM 2010/1 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘13201220112010200920082007

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.