Peningamál - 01.05.2010, Side 72

Peningamál - 01.05.2010, Side 72
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 72 t.a.m. í ljós að ráðstöfunartekjur ársins 2008 hefðu aukist um 0,5% en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir 7,5% samdrætti. Endurskoðun samneyslu árið 2008 breytti spám fyrir 2009 Forsendur um þróun samneyslu eru unnar upp úr áætlun stjórnvalda auk þess að vera byggðar á gögnum Hagstofunnar. Vöxtur sam- neyslu árið 2009 hefur breyst nokkuð í spám Seðlabankans vegna mikillar óvissu um samneyslu ársins 2008. Í Peningamálum 2009/3 var talið að samneysla árið 2008 hefði aukist um 2,8% en eftir birt- ingu þjóðhagstalna í september 2009 reyndist vöxturinn vera 4,6%. Þjóðhagstölur sem birtar voru í september 2009 bentu til þess að samneysla hefði vaxið um 0,4% á fyrri hluta ársins 2009 þannig að ákveðið var að reikna með mun minni samdrætti í spám fyrir árið 2009 og því einungis spáð 1,2% samdrætti í nóvember. Bráðabirgðatölur frá því í mars sýna hins vegar að samneysla dróst saman um 3% árið 2009 sem er svipaður samdráttur og bankinn hafði spáð fyrir birtingu þjóðhagstalna í september. Útflutningur jókst um rúm fjögur prósentustig 2009 vegna útflutnings skipa og flugvéla Spár um þróun vöru- og þjónustuviðskipta hafa ekki gengið fyllilega eftir og stafar það m.a. af umfangsmiklum viðskiptum með ýmsa óreglulega og ófyrirsjáanlega liði eins og skip og flugvélar, en upplýs- ingar um umfang þeirra berast jafnan með mikilli tímatöf. Útflutningur skipa og flugvéla nam 32 ma.kr. á fob-verðmæti árið 2009 en inn- flutningur á skipum og flugvélum 16,6 ma.kr. Einungis þriðjungur af þessum innflutningi var kominn fram í þjóðhagstölum þegar spáin í janúar sl. var gerð og rétt rúmlega fimmtungur útflutnings. Skýrir það verulegan mun á útflutningi milli janúarspár og bráðabirgðatalna Hagstofunnar frá því í mars. Hefðu þessir óreglulegu liðir ekki komið fram hefði aukning útflutnings ársins 2009 verið 2,9% en innflutn- ingur dregist saman um rúm 25%. Rétt er að taka fram að áhrifin á hagvöxt eru engin þar sem fjárfesting var minnkuð sem nemur þess- um liðum. Keðjutenging hefur áhrif á spár ársins 2009 Óvenjumikil áhrif keðjutengingar þjóðhagsreikninga á síðasta ári leiddu einnig til skekkja í hagvaxtarspám. Þar til í þeirri spá sem hér er birt, hafa spár Seðlabankans um magnþróun þjóðhagsstærða byggst á gögnum sem eru verðlagsleiðrétt á verðlagi ársins 2000 með Verg landsframleiðsla Þjóðarútgjöld Spá án Spá með Spá án Spá með keðju- keðju- keðju- keðju- Spár Ár tengingar tengingu tengingar tengingu PM 2009/4 2009 -8,5% -7,8% -19,7% -20,0% PM 2009/3 2009 -9,1% -7,2% -21,5% -21,5% PM 2009/2 2009 -11,0% -9,0% -23,5% -23,9% PM 2009/1 2009 -9,9% -8,1% -20,4% -20,8% PM 2008/3 2009 -8,3% -6,4% -17,6% -17,5% Tafla 4 Spár Seðlabankans með og án keðjutengingu

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.