Peningamál - 01.05.2010, Side 73

Peningamál - 01.05.2010, Side 73
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 73 keðjutengingu. Við gerð hagvaxtarspáa hefur hins vegar verið gert ráð fyrir að landsframleiðsla á föstu verðlagi sé samtala einkaneyslu, samneyslu, fjárfestingar, birgðabreytinga og útflutnings að frádregn- um innflutningi. Keðjutenging verkar hins vegar þannig að í stað þess að færa allar fjárhæðir til fasts verðlags miðað við tiltekið grunnár eru magnbreytingar reiknaðar út þannig að fjárhæðir á verðlagi tiltekins árs eru færðar til verðlags ársins á undan og magnbreytingin reiknuð út frá því. Árleg keðjutenging veldur því að samtölur stemma ekki við undirliði nema á viðmiðunarári verðvísitalnanna (nú ársins 2000) og næsta árs á eftir. Þetta hefur ekki verið vandamál fyrr en á síðasta ári þegar hlutfallslegt verð breyttist óvenjumikið, sérstaklega hlutfalls- legt verð inn- og útflutnings. Sjá má í töflu 4 að nokkur munur var á hagvaxtarspám Seðlabankans með og án keðjutengingar en spár um þjóðarútgjöld eru nánast eins.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.