Peningamál - 01.05.2010, Side 79

Peningamál - 01.05.2010, Side 79
Janúar 2010 Hinn 5. janúar neitaði forseti Íslands að undirrita lög um breytingar á heimild fjármálaráðherra til að veita ríkisábyrgð á lántökur Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna innstæðna á Icesave- reikningum. Með því vísaði forseti málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þremur dögum seinna samþykkti Alþingi lög um að atkvæðagreiðslan skyldi fara fram hið fyrsta og ekki seinna en 6. mars. Hinn 5. janúar birti matsfyrirtækið Standard og Poor's tilkynningu um óbreytt lánshæfismat, en taldi hættu á einangrun á lánsfjármörkuðum og harkalegum þrýstingi erlendis frá vegna Icesave-málsins. Hinn 5. janúar greindi matsfyrirtækið Fitch Ratings frá lækkun lánshæf- ismats Íslands í innlendum og erlendum gjaldmiðli. Langtímaeinkunnir Íslands í erlendum og innlendum gjaldmiðli eru nú BB+ og BBB+ og skammtímaeinkunn í erlendum gjaldmiðli er B. Landseinkunn lækkar úr BBB- í BB+. Hinn 6. janúar birti matsfyrirtækið Moody's tilkynningu þar sem sagði að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði að svo stöddu óbreytt, þrátt fyrir synjun forseta Íslands á Icesave-ábyrgðarlögunum. Talin var hætta á óróleika í innlendum stjórnmálum og þrýstingi frá útlöndum vegna Icesave-málsins. Hvort sem væri gæti spillt lánshæfismati Íslands. Hinn 7. janúar veitti fjármálaeftirlitið ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið var veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september 2009, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hinn 8. janúar tilkynnti japanska matsfyrirtækið R&I Rating að láns- hæfiseinkunn ríkissjóðs yrði áfram undir eftirliti vegna hugsanlegrar lækkunar. Matsfyrirtækið staðfesti fyrri einkunn ríkissjóðs hjá fyrirtæk- inu, BBB-. Hinn 11. janúar veitti fjármálaeftirlitið Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. fyrir hönd Kaupþings banka hf. Leyfið var veitt í kjölfar samnings Kaupþings og íslenska fjármála- ráðuneytisins, hinn 3. september 2009, þess efnis að Kaupþing gæti eignast 87% hlut í Arion banka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hinn 22. janúar veitti fjármálaeftirlitið Landskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í NBI hf. fyrir hönd Landsbanka Íslands hf. Leyf- ið var veitt í kjölfar samnings Landsbanka Íslands hf. og íslenska fjár- málaráðuneytisins, 15. desember 2009, m.a. þess efnis að Landsbanki Íslands hf. gæti eignast 18,7% hlut í NBI hf. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Annáll efnahags- og peningamála

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.