Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 20

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 20
20 GLOÐAFEYKIR Fundurinn við Popp skipti sköpun I afmælisgrein um Hevmann á Mói áttræðan, sem birtist í Is- lendingaþáttum Tímans fyrir nokkru, segir m. a. svo: „Hann er fæddur hugsjóna- maður. einlægur og óeigingjarn umbótamaður, frjálslyndur og víðsýnn félagshyggju- og sam- vinnumaður, heiðlyndur og háv- aðalaus. Hann hefur verið meiri áhrifamaður í héraði og koinið víðar við en menn almennt gera sér ljóst. Og það ætla ég, að á muni sannast, að ávallt muni hann hafa beitt áhrifum sínum á þann veg, er betur gengdi“. Þetta er góður vitnisburður og kynni einhver ókunnugur að álíta oflof. Kunnugir vita þó, að hér er í engu ofmælt. Og það er sannarlega ekki út í hött, að Glóða- feykir hitti að máli þennan áttræða „félagshyggju- og samvinnu- mann“, og biðji hann að segja lesendum ritsins eitthvað frá liðnum ævidögum. Hermann tekur því vel en lætur þó í ljósi efa um, að margt finnist nýtilegt þótt gengið sé á rekann. Við sjáum nú til. — Þú ert víst því miður ekki Skagfirðingur að uppruna, Her- mann? — Nei, það verður nú víst svo að vera. Eg er fæddur Vestfirðingur, nánar tiltekið Arnfirðingur. Eaðir minn, Jón Sigurðsson, var úr Þorskafirði, en fluttist þaðan ásamt föður sínum og stjúpmóður að Hóli í Bíldudal. Móðir mín, Halldóra Magnúsdóttir, var ættuð úr Tálknafirði, en fluttist einnig til Bíldudals og var starfandi hjá Pétri Thorsteinssyni kauomanni og litgerðarmanni, er þau faðir minn kynntust. Faðir minn gerðist verkstjóri hjá Pétri Thorsteins- Hermann Jónsson frá Yztamói

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.