Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 27

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 27
GLOÐAFEYKIR 27 viðarleysið. Engin mótekja var í Málmey og kol voru oft og einatt ófáanleg. Við fengnm mótekju uppi á Lónkotsmöl, en flutningurinn á mónum fram í eyjuna var oft erfiður. Og svo kom ísinn í janúar 1918 og varð af samfelld íshella. Von var á skipi með skömmtunar- vörur rétt fyrir jól eða á milli jóla og nýárs. Atti það að leggja upp vörurnar bæði í Hofsósi og á Sauðárkróki. Oddvitunum var ætl- að að hafa á hendi úthlutun vörunnar, og gerðu þeir mönnum orð um að koma við fyrstu hentugleika eftir þeim. Stuttu eftir að ísinn hafði rekið inn, ákváðum við að gera til- raun til þess að ganga í land, ég og Jóhann nokkur Jónsson, sem hjá mér var. Sigtryggur Jónatansson ákvað einnig að slást í förina. Víst var þetta nokkur glæfraferð. ísinn var enn mjög ótraustur og varasamur yfirferðar, en okkur inunaði í vörurnar, auk þess sem framt var lagt á, að þær yrðu sóttar sem fyrst. Til öryggis bundum við okkur á streng svo að auðveldara yrði að draga upp þá, sem ofan í kynnu að fara. Isinn var fjarri því að vera samfrosta orðinn og stundum var því líkast sem maður gengi á kviksyndi, svo mjög dúaði hann. Sums staðar varð ekki hjá því komizt að stökkva á milli jaka. Veður var bjart, svo að fólkið út í eyjunni gat fylgzt með ferð- um okkar alveg í land. En nú kom babb í bátinn. Er við náðum tali af oddvita okkar, Jóni í Bæ, kom í ljós, að enn voru allar vörur yfir á Sauðárkróki og ekki farið að skipta þeim milli hreppanna. Ég hugðist þá þegar snúa heim við svo búið, en Jón í Bæ lagði hins vegar mjög fast að mér að fara með sér yfir á Sauðárkrók og aðstoða þar við skiptin á vör- unni. \Tarð úr að ég gerði það, er ég hafði fengið mann til þess að fara út í Eyju og láta fólk mitt vita hvernig málin stæðu. En hér var ekki ein báran stök. Áður en sendimaður komst af stað, gekk í hríð og varð löng bið á því, að hann kæmist út í eyju. Býst ég ekki við, að getum þurfi að því að leiða, hvemig fólki mínu í Málmey hefur liðið þennan tíma, er við hvorki komum til baka né neitt spurðist til okkar. Jón í Bæ fékk svo nokkra fleiri til fylgdar með sér til Sauð- árkróks og segir ekki af þeirri för, fyrr en við komum vestur í Hegra- nes, að þá hefur einhver orð á því, að mig sé farið að kala á nefið. Það reyndist rétt til getið, en ég tók það til bragðs að halda snjókúlu við nefið það sem eftir var leiðarinnar til Sauðárkróks. Man ég enn hvað mér leið bölvanlega í nefinu eftir að við vorum komnir í húsa- skjól á Sauðárkróki. \Tið fengum fjórir herbergi hjá Gísla Guð- mundssyni „vert“ á Tindastóli og sváfum tveir og tveir í rúmi. Við Jóhann sváfum saman í öðru rúminu en þeir Kristinn og

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.