Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 27

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 27
GLOÐAFEYKIR 27 viðarleysið. Engin mótekja var í Málmey og kol voru oft og einatt ófáanleg. Við fengnm mótekju uppi á Lónkotsmöl, en flutningurinn á mónum fram í eyjuna var oft erfiður. Og svo kom ísinn í janúar 1918 og varð af samfelld íshella. Von var á skipi með skömmtunar- vörur rétt fyrir jól eða á milli jóla og nýárs. Atti það að leggja upp vörurnar bæði í Hofsósi og á Sauðárkróki. Oddvitunum var ætl- að að hafa á hendi úthlutun vörunnar, og gerðu þeir mönnum orð um að koma við fyrstu hentugleika eftir þeim. Stuttu eftir að ísinn hafði rekið inn, ákváðum við að gera til- raun til þess að ganga í land, ég og Jóhann nokkur Jónsson, sem hjá mér var. Sigtryggur Jónatansson ákvað einnig að slást í förina. Víst var þetta nokkur glæfraferð. ísinn var enn mjög ótraustur og varasamur yfirferðar, en okkur inunaði í vörurnar, auk þess sem framt var lagt á, að þær yrðu sóttar sem fyrst. Til öryggis bundum við okkur á streng svo að auðveldara yrði að draga upp þá, sem ofan í kynnu að fara. Isinn var fjarri því að vera samfrosta orðinn og stundum var því líkast sem maður gengi á kviksyndi, svo mjög dúaði hann. Sums staðar varð ekki hjá því komizt að stökkva á milli jaka. Veður var bjart, svo að fólkið út í eyjunni gat fylgzt með ferð- um okkar alveg í land. En nú kom babb í bátinn. Er við náðum tali af oddvita okkar, Jóni í Bæ, kom í ljós, að enn voru allar vörur yfir á Sauðárkróki og ekki farið að skipta þeim milli hreppanna. Ég hugðist þá þegar snúa heim við svo búið, en Jón í Bæ lagði hins vegar mjög fast að mér að fara með sér yfir á Sauðárkrók og aðstoða þar við skiptin á vör- unni. \Tarð úr að ég gerði það, er ég hafði fengið mann til þess að fara út í Eyju og láta fólk mitt vita hvernig málin stæðu. En hér var ekki ein báran stök. Áður en sendimaður komst af stað, gekk í hríð og varð löng bið á því, að hann kæmist út í eyju. Býst ég ekki við, að getum þurfi að því að leiða, hvemig fólki mínu í Málmey hefur liðið þennan tíma, er við hvorki komum til baka né neitt spurðist til okkar. Jón í Bæ fékk svo nokkra fleiri til fylgdar með sér til Sauð- árkróks og segir ekki af þeirri för, fyrr en við komum vestur í Hegra- nes, að þá hefur einhver orð á því, að mig sé farið að kala á nefið. Það reyndist rétt til getið, en ég tók það til bragðs að halda snjókúlu við nefið það sem eftir var leiðarinnar til Sauðárkróks. Man ég enn hvað mér leið bölvanlega í nefinu eftir að við vorum komnir í húsa- skjól á Sauðárkróki. \Tið fengum fjórir herbergi hjá Gísla Guð- mundssyni „vert“ á Tindastóli og sváfum tveir og tveir í rúmi. Við Jóhann sváfum saman í öðru rúminu en þeir Kristinn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.