Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 31

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 31
GLÓÐAFEYKIR 31 Á sýslufundi 1947 var dauft yfir fundarmönnum lengi vel; tiildu menn þá ástæðu til, að Sæluvikan var liðin hjá með allri sinni glað- værð. Því var það á öðrum degi fundarins, að ritari beindi erind- um nokkrum til oddvita. Til skýringar má geta þess, að sýslunefnd- armaður Skefilsstaðahrepps kom ekki á fundinn, en sendi Gunnstein son sinn og varamann. Eigi sat Jón á Reynistað heldur nema fyrsta daginn, en fór þá til þingsetu í Reykjavík. Langspilið, sem getið er, seldi Jón á Bakka Arna Sveinssyni til Byggðasafns Skagfirðinga, sem þá var geymt á kirkjuloftinu á Hólum. — Hefst nú kvæðið: Dauft er yfir drengjasveitum og deyfa tekur kveðandina. Á yfirvaldið hátt við heitum að hrekja á brottu ólundina. Á Bakka-langspil létt er sungið — en listin sú er aðeins nafnið: J)ví hefur Árni und stóla stungið strengjalausu — á Byggðasafnið. Gunnsteinn sá að sálartjóni sjálfsagt veldur dofi slíkur. Á lognmolluna leizt ei Jóni — hann laumaðist burt til Reykjavíkur. Bakkaskáld í „króknum“ kúrir og kemur ei saman neinni stöku. Hinir eru á svipinn súrir á svoddan andans hungurvöku. (Með „króknum" er átt við eitt horn fundarsalar, þar sem sýslu- nefndarnraður Viðvíkurhrepps hafði jafnan átt sæti). Einhvern veginn tók Bakkaskáld þetta til sín, tók því ómakið af oddvita og pundaði Jressu á ritara: Þú hefur byrjað sönginn sónar, silfrað hjöltu á óðarbrandi, skáldaguði skarpur þjónað — skerpti sporin frjáls þinn andi.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.