Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 65

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 65
GLÓÐAFEYKIR 65 kona vel látin, fasprnð, hógvær og stillt, hneigð til hjnkrunarstarfa. Hún dó á bezta aldri, væn kona og átti þó ekki langa sögn. Jóhannes Bjarnason á Þverá í Blönduhlíð lézt þ. 24. des. 1963. Hann var fæddur á Þúfnavöllum í Hörgárdal 16. des. 1875. For- eldrar: Bjami bóndi í Borgargerði í Norðurárdal Bjartmarsson, bónda í Bimunesi, Bjamasonar, og kona hans Flelga Jóhannesdóttir á Geldingsá á Svalbarðsströnd, Guðmundssonar. Jóhannes ólst upp nyrðra, en flutti vorið 1893 sem vinnumaður frá Þverá í Öxnadal til föðurbróður síns, Gunnars bónda á Úlfs- stöðum í Blönduhlíð. Var svo í vinnu- mennsku nokkur næstu árin, síðast á Mikla- bæ hjá sr. Bimi Jónssyni, þar kvnntist hann konuefni sínu. A vinnumannsárum sínum þótti Jóhannes fullgildur maður til allra venjulegra starfa. Árið 1903 kvæntist Jóhannes Björgu Sigfúsdóttur bónda og skyttu í Hringey í Vallhólmi, Jónassonar, og konu hans Margrétar Guðmundsdóttur. \roru þau um sinn á vegum Bjama í Borgargerði, föður Jóhannesar. Bjuggu á Minni-Ökrum í Blönduhlíð 1903—1913, í Grundarkoti í sömu sveit 1913—1926. Brugðu þá búi og voru eftir það á vegum bama sinna, síðast all-lengi á Þverá hjá Margréti dóttur sinni, konu Steinþórs Stefánssonar, bónda þar. Búskaparárin öll var Jóhannes bláfátækur, enda ómaga- maður og bújarðimar í rýrara lagi. Gat aldrei komið upp nægi- legum bústofni; mun og eigi hafa verið fjárhyggjumaður né btisýslu að eðlisfari. Hafði þó töluverðan áhuga á sauðfé, einkum ferhyrndu fé og mislitu; átti og, eftir að hætti búskap, lengstaf nokkuð af kindum, sem hann annaðist að mestu sjálfur allt til elliára. Jóhannes Bjamason var fullkominn meðalmaður á vöxt og hafði góða líkamsburði; grannleitur og sléttfarinn ásýndum; hæglátur og fáorður að jafnaði, gat þó í fámennum hópi kunningja verið ræð- inn nokkuð og átti þá stundum til að beita hóglátlegri kímni. Varð eigi séð, að fátækt næði að raska jafnaðargeði hans. Hafði töluverð- an áhuga á lestri sögubóka, enda all-sæmilega vitiborinn. Var óhlut- deilinn um annarra hagi, enda vel látinn af öllum. Björg Sigfúsdóttir, kona Jóhannesar, var hin mesta þrifnaðar- kona, verklagin og nýtin. Hún var mjög glaðsinna að eðlisfari og Jóhannes Bjarnason

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.