Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 65

Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 65
GLÓÐAFEYKIR 65 kona vel látin, fasprnð, hógvær og stillt, hneigð til hjnkrunarstarfa. Hún dó á bezta aldri, væn kona og átti þó ekki langa sögn. Jóhannes Bjarnason á Þverá í Blönduhlíð lézt þ. 24. des. 1963. Hann var fæddur á Þúfnavöllum í Hörgárdal 16. des. 1875. For- eldrar: Bjami bóndi í Borgargerði í Norðurárdal Bjartmarsson, bónda í Bimunesi, Bjamasonar, og kona hans Flelga Jóhannesdóttir á Geldingsá á Svalbarðsströnd, Guðmundssonar. Jóhannes ólst upp nyrðra, en flutti vorið 1893 sem vinnumaður frá Þverá í Öxnadal til föðurbróður síns, Gunnars bónda á Úlfs- stöðum í Blönduhlíð. Var svo í vinnu- mennsku nokkur næstu árin, síðast á Mikla- bæ hjá sr. Bimi Jónssyni, þar kvnntist hann konuefni sínu. A vinnumannsárum sínum þótti Jóhannes fullgildur maður til allra venjulegra starfa. Árið 1903 kvæntist Jóhannes Björgu Sigfúsdóttur bónda og skyttu í Hringey í Vallhólmi, Jónassonar, og konu hans Margrétar Guðmundsdóttur. \roru þau um sinn á vegum Bjama í Borgargerði, föður Jóhannesar. Bjuggu á Minni-Ökrum í Blönduhlíð 1903—1913, í Grundarkoti í sömu sveit 1913—1926. Brugðu þá búi og voru eftir það á vegum bama sinna, síðast all-lengi á Þverá hjá Margréti dóttur sinni, konu Steinþórs Stefánssonar, bónda þar. Búskaparárin öll var Jóhannes bláfátækur, enda ómaga- maður og bújarðimar í rýrara lagi. Gat aldrei komið upp nægi- legum bústofni; mun og eigi hafa verið fjárhyggjumaður né btisýslu að eðlisfari. Hafði þó töluverðan áhuga á sauðfé, einkum ferhyrndu fé og mislitu; átti og, eftir að hætti búskap, lengstaf nokkuð af kindum, sem hann annaðist að mestu sjálfur allt til elliára. Jóhannes Bjamason var fullkominn meðalmaður á vöxt og hafði góða líkamsburði; grannleitur og sléttfarinn ásýndum; hæglátur og fáorður að jafnaði, gat þó í fámennum hópi kunningja verið ræð- inn nokkuð og átti þá stundum til að beita hóglátlegri kímni. Varð eigi séð, að fátækt næði að raska jafnaðargeði hans. Hafði töluverð- an áhuga á lestri sögubóka, enda all-sæmilega vitiborinn. Var óhlut- deilinn um annarra hagi, enda vel látinn af öllum. Björg Sigfúsdóttir, kona Jóhannesar, var hin mesta þrifnaðar- kona, verklagin og nýtin. Hún var mjög glaðsinna að eðlisfari og Jóhannes Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.