Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 6

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 6
6 GLOÐAFEYKIR 90 ára forysta Á þessu ári, eru 90 ár liðin frá stofnun Kaupfélags Skagfirðinga, en það var stofnað á Sauðárkróki 23. apríl 1889. Mun því K.S. vera þriðja elsta kaupfélag landsins, næst á eftir Kaupfélagi Þingeyinga og Kaupfélagi Eyfirðinga, en Kaupfélag Svalbarðsevrar mun einnig minnast 90 ára starfssögu á þessu ári, eða 17. desember n.k. Vissulega væri mikil ástæða til þess að minnast þessara rnerku tímamóta á verðugan hátt, þótt það verði ekki gert hér. Nú er Gísli Magnússon frá Frostastöðum að vinna við ritun sögu félagsins, og er þess vænst, að það rit geti komið út á 100 ára afmæli K.S. 1989. Þó að 90 ár sé ekki hár aldur, þá er hann vissulega hár, miðað við aldur fvrirtækja hér á landi. Margir stórir og ánægjulegir sigrar hafa unnist á þessu tímabili. til hagsbótar fyrir alla íbúa þessa fagra héraðs. Ekki hefur gatan verið ávallt jafn greið, og stundum hefur verið mjótt á munum. að lífsþráðurinn hafi ekki rofnað. En samtakamátturinn hefur ávallt verið það ríkur í fari félagsmanna, að félaginu hefur verið flevtt yfir þau erfiðleika tímabil til blessunar fyrir fjöldann. Skagfirðingar hafa skilið það fljótt, hvað samvinna einstaklinganna gat áorkað miklu, og að öflugt samvinnufélag í þeirra eigu, gat verið snar og ríkur þáttur og sá langstærsti í því að efla sjálfsbjargar viðleitni íbúanna, og færa þeim bætt lífskjör og koma þeim undan áþján og oki erlendra einvalda í verzluninni. Á 80 ára afmæli K.S. 1969, ritaði Gísli Magnússon, frá Eyhildar- holti, stórmerka grein í Glóðafeyki, 10. hefti, er út kom i desember 1969, og vil ég vísa nánar til hennar, öllum þeim er vildu kynna sér sögu félagsins. Einnig er mikið frá félaginu sagt í Sögu Sauðárkróks, er Kristmundur fræðimaður Bjarnason frá Sjávarborg hefur tekið saman af alkunnri snilld og nákvæmni. Það hefur verið gæfa Kaupfélags Skagfirðinga alla tíð, að í stjórn félagsins hafa ávallt valizt framsýnir forvstumenn, sem hafa stuðlað að stöðugri framþróun félagsins. Starfsmannalán hefur verið alveg sérstakt hjá félaginu. Margt er þar af starfsmönnum er starfað hafa um áratuga skeið, og a.m.k. tveir er starfað hafa yfir 40 ár. Á þessum tímamótum vil ég flvtja öllu

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.