Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 34

Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 34
34 GLÓÐAFEYKIR Leifur Þórarinsson, Keldudal, deildarstjóri Rípurdeildar: Ég er fæddur og uppalinn á samvinnu- og framsóknarheimili og mótuðust skoð- anir mínar á þessum málum nokkuð snemma af því. Eftir að ég fór að reka viðskipti og afsetja búvöru varð mér enn ljósara hversu gagnleg og nauðsynleg samvinnuverzlun er, þar sem hver félags- maður getur haft áhrif og komið skoðun- um sínum á framfæri. Eg hef nú um nokkurra ára skeið starf- Leifur Þórannsson. að fYrir mína deild °g þar af leiðandi get- að kynnt mér mál kaupfélagsins nokkuð og komizt að raun um, hversu vel rekið samvinnufélag er þýðingar- mikið hverjum einstaklingi og héraði. Þó að margt mætti betur fara nú á níutíu ára afmæli K.S., óska ég þess að það megi eflast og starfa sem mest héraðinu til heilla um ókomna framtíð. Trausti Pálsson, Laufskálum, deildarstjóri Hóladeildar: Það eru nú bráðum hundrað ár liðin síðan þingeyskir bændur stofnuðu fyrsta kaupfélagið á Islandi. Þá voru erfiðir tímar, bæði hvað snerti nátt- úrufar og verzlunarkjör. Þetta var fá- mennt félag og átti örðugt uppdráttar, en með þrautseigu og fórnfýsi sigraðist það á erfiðleikunum. Síðan hefur samvinnufélagsskapurinn vaxið og þróazt frá því að vera lítið pönt- unarfélag til þess sem hann er orðinn nú í dag, þar sem kaupfélög og önnur sam- vinnufélög um land allt eru með marg- háttaðan rekstur á sviði verzlunar, þjón- ustu, iðnaðar og samgangna, svo sem öll- um er kunnugt. Þótt tímarnir hafi breytzt, heldur sam- vinnuhugsjónin enn sínu fulla gildi. Það á ekki hvað sízt við um hinar dreifðu byggðir víða um landið, þar sem samvinnufélög veita marg- víslega þjónustu og taka þátt í atvinnurekstri, og skapa þannig að- Trausli Pálsson.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.