Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 52
52
GLÓÐAFEYKIR
Eins og áður er skýrt frá, hélt stjórn vörupöntunarfélagsins fund í
árslok 1887, þar sem félagsmenn voru hvattir til að hafa skipti við
Coghill næsta ár. Þau voru líka töluverð, enda greiddi hann hærra
verð fyrir sauði en næsta ár á undan. Enginn pöntunarreikningur er til
frá þessu ári og því ekki hægt að sjá, hve mikið vörumagn hann hefur
flutt bændum. Nú voru margir Skagfirðingar ráðnir í að slíta verzl-
uninni við Coghill.
Þar kom margt til. I fyrsta lagi hafði hann ekki treyst sér til að greiða
jafnhátt verð og aðrir — t.d. kaupfélögin — fyrir féð, í öðru lagi höfðu
vörur oftast komið mun seinna en samningar voru um, í þriðja lagi
vildu margir losna við skuldaverzlun, og síðast en ekki sízt voru er-
lendar vörur ódýrari hjá kaupfélögunum. Astæðan fyrir því var m.a.
sú, að Zöllner seldi kaupfélögunum vörurnar „fob“ þ.e. komnar á skip
ytra, en félögin tóku áhættuna af siglingunni. Coghill seldi vörurnar
hinsvegar „cif“, þ.e. á Sauðárkrókshöfn. Sama gilti um sölu á sauðum.
Kaupfélögin tóku áhættuna af sölu og siglingu með sauðina á sig. Og
árangurinn sýndi, að áhætta virtist borga sig. Landsmenn þekktu
starfsemi þeirra allvel orðið, bæði af blaðaskrifum og reikningum, sem
birtir voru yfir verzlun þeirra og hag yfirleitt.
Erlendur í Tungunesi andaðist 28. október um haustið. Missti
Coghillsfélagið þar einn sinn ötulasta stuðningsmann. „Helsta
áhugamál hans á síðustu tímum var búnaðarskólinn á Hólum og
pöntunarfjelag Húnvetninga og Skagfirðinga, og var formaður í
stjórnarnefnd beggja þessara mála.“, segir í grein um hann látinn.
Hann hafði þá staðið í fylkingarbrjósti í verzlunarsökum fullan
aldarfjórðung.
Erlendi hefur vafalaust verið ljóst, hvert stefndi. Coghillsfélagið var
í andarslitrunum og ekki vegur að lífga það við. Skagfirðingar voru
staðráðnir i að stofna kaupfélag með svipuðu sniði og Kaupfélag
Þingeyinga og höfðu ákveðið fund 4. desember til að ræða það mál.
Húnvetningar voru hikandi í fyrstu. Þeim hafði að ýmsu leyti fallið vel
að skipta við Coghill og vildu ógjarnan hætta þeim viðskiptum í bráð.
Það hvatti Skagfirðinga líka til aðgerða, að verzlanir á Sauðárkróki
voru þá aðeins tvær, Gránufélagsverzlun og Poppsverzlun. Verzlun
Claessens var þá mjög lítil, Péturshöndlun horfin af sviði og Cog-
hillsfélagið í dái. Var því heldur dauflegt um að litast undir Nöfunum
og ekki laust við, að margur bæri kvíðboga fyrir komandi vetri.
Kaupmenn á Blönduósi voru enda fljótir að setja upp vöruverðið, er
þeir fréttu af strandi Lady Bertha, skips Knudsens. Nokkuð rættist þó
úr vöruskortinum, er lausakaupmaður kom með Otto Wathne frá