Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 61

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 61
GLOÐAFEYKIR 61 vaðalaus, vann öll sín störf í kyrrþey; hefur sá og löngum verið háttur íslenzkra húsmæðra og störf þeirra eigi ávallt metin sem skyldi, af því að hljótt hefur verið um þau út á við, þótt þjóðnýt hafi verið og blessazt ungum og öldnum betur en mörg þau, sem meira hafa auglýst verið. Árni Sigurðsson, f. bóndi í Ketu í Hegranesi, lézt þ. 29. marz 1973. Hann var fæddur að Landamóti í Kaldakinn 17. sept. 1881. Voru foreldrar hans Sigurður bóndi Pálsson, merkur maður og kunnur norður þar, greindur vel og skáldmæltur, og kona hans Hólmfríður Kristbjörg Árnadóttir bónda á Hóli í Kinn. Var Árni albróðir Páls í Keldudal, sjá Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 64. Árni ólst upp á ættarslóðum til fullorðins- ára, var m.a. um hríð á sínum unglingsárum á Stóruvöllum í Bárðardal, því mikla mynd- ar- og menningarheimili. Hann stundaði nám í Hólaskóla og þeir bræður þrír sam- tímis; luku þeir allir búfræðiprófi vorið 1906, Páll elztur, þá Árni og Kristján yngstur (f. 1888, d. 1970), síðar kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal. Fjórði bróðirinn, Jón, er löngu látinn. Systur voru tvær: Margrét, dáin fyrir mörgum árum, var gift Stefáni söðlasmið Stefánssyni, síðast á Brúnastöðum í Tungusveit, og Kristín, ekkja síra Hermanns Hjartarsonar, prests á Skútustöðum og skólastj. á Laugum. Eigi hurfu þeir bræður til langdvalar á æskuslóðum eftir að skóla- vist lauk á Hólum. Festu þeir sér allir ból hér vestra, í Skagafirði og Húnaþingi. Árið 1915 kvæntist Árni Sigurlaugu Guðmundsdóttur bónda á Innstalandi á Reykjaströnd, Sigurðssonar, og konu hans Ingibjargar Björnsdóttur (sjá þátt um Sigurlaugu í Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 81). Hófu þau þegar að búa í Glaumbæ á Langholti og síðan í Brekku hjá Víðimýri, sitt árið á hvorum stað, en 1917 keyptu þau jörðina Ketu í Hegranesi, fóru byggðum þangað og bjuggu þar óslitið til 1950, er þau seldu jörð og bú í hendur Ingimundi syni sínum og Baldvinu konu hans. Aldrei var auður í garði þeirra hjóna, en jafnan bjuggu þau snotru búi og bættu jörð sína stórum að ræktun og húsakosti. Sigurlaug, kona Árna, lézt 21. júlí 1968. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Sigurpáll, kaupmaður í Lundi hjá Varmahlíð og bóndi á ípishóli, kvæntur Hildi Kristjánsdóttur, Hólmfríður, húsfr. í Svíþjóð, gift Reyni Mynd birtist í næsta blaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.