Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 23
GLOÐAFEYKIR
23
Fulltrúar á aðalfundi ásamt með stjóm og kaupfélagsstjóra á 50 ára afmælinu.
Á hátíðasvæðinu var Skagfirðingabúð reist, en vestan við hana var
tjaldaður veitingaskáli einn mikill og smekklegur, gátu þar setið á
annað hundrað manns í einu undir borðum. Milli skálans og búðar-
innar var svo skýlt að norðan svo þarna myndaðist stórt svæði. Var þar
reistur ræðustóllinn og bekkir margir og fóru þar fram öll ræðuhöld.
Fánar blöktu hvarvetna við hún, en á miðjum vellinum gnæfði hinn
regnbogaliti fáni samvinnumanna á gríðarhárri stöng og tók sig þar
mætavel út og setti hátíðasvip á staðinn.
Samkoman hófst með því að form. K.S., Tobías Sigurjónsson, setti
mótið og bauð alla fulltrúa og gesti velkomna á þetta einstæða afmæli.
Að því loknu hófst guðsþjónusta og framdi sr. Lárus á Miklabæ
hana.
Að henni lokinni flutti framkvæmdastjóri, Sigurður Þórðarson,
snjalla ræðu. Rakti hann þar sögu K.S. frá bvrjun og yfir öll þessi 50
ár. Var erindi það hið fróðlegasta.
Þá lýsti form. K.S. því yfir, að stjórnin og aðalf. hefði kosið Albert
Kristjánsson, bónda á Páfastöðum, sem heiðursfjelaga sinn. Var hann
einn elsti samvinnumaður fjelagsins og hafði verið í mörgum trúnað-
arstörfum þess. Er vert að geta þess, í sambandi við þetta, að er K.E.A.
hjelt uppá sitt 50 ára afmæli, þá kaus stjórn þess fyrir heiðursfélaga