Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 8
8
GLÓÐAFEYKIR
„Samvinna um framleiðslu er leiðin
að sannvirði vinnunnaru
Magnús H. Gíslason rœðir við Eystein Jónsson
Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, er einn þeirra núlifandi
manna, sem hvað lengst hafa starfað að samvinnumálum á íslandi og
jafnan verið þar í fararbroddi. Hann var kosinn í stjórn Sambands
íslenskra samvinnufélaga árið 1944 og átti
sæti í henni til 1978, er hann baðst undan
endurkjöri. Varaformaður Sambandsins
var hann frá 1946 til 1975 og formaður frá
1975 til 1978. Það var því ekki ófyrirsynju
að Glóðafeykir óskaði viðtals við Evstein
Jónsson og bæði hann að svara nokkrum
spurningum um samvinnuhrevfinguna.
Vékst Eysteinn vel við kvabbinu og fara
spurningar og svör hér á eftir.
— T'elurðu að starfsemi samvinnu-
hreyfingarinnar og stefna hafi tekið ein-
hverjum breytingum á síðari árum?
— Kaupfélögin voru upphaflega
stofnuð til þess að vera stoð og stytta fé-
lagsmanna og almennings í lífsbaráttunni. Þau áttu að annast við-
skipti, verslun, vinnslu og sölu afurða, útvegun rekstursfjár og hafa
með höndum margskonar þjónustu í þágu félagsmanna. Stuðla að
atvinnuuppbyggingu og skyldum verkefnum. Ætlunin var að brjóta
niður viðskiptahlekki og finna sannvirði í viðskiptum. Efla með sam-
eiginlegum átökum hag félagsmanna og annarra, sem af þessu starfi
kaupfélaganna gætu notið góðs. Þetta var tilgangurinn og hann er enn
hinn sami. Stefnan hefur ekkert brevst. Viðfangsefnin sjálf hafa að
sjálfsögðu breyst með breyttum lífsvenjum og lifnaðarháttum, en
stefnan er eins og í upphafi, leiðarljósið er hið sama og í öndverðu.
— Finnst þér að samvinnuhreyfingin ætti að láta til sín taka á fleiri
sviðum þjóðlífsins en enn er orðið?
Eysteinn Jónsson.