Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 11

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 11
GLOÐAFEYKIR 11 sem sérstakir erfiðleikar hafa steðjað að. Þannig mætti lengi telja þá þjónustu, sem kemur til, að ógleymdri þeirri fræðslustarfsemi, sem Sambandið hefur með höndum í þágu hreyfingarinnar. Brautry'ðjendurnir töldu sig sjá að kaupfélögin yrðu að stofna Sambandið, ef starf þeirra ætti að koma að fullu gagni. Að öðrum kosti yrðu kaupfélögin háð verslunarvaldinu í landinu. Þeir sáu rétt og það sáu líka fleiri en þeir og sjá enn. Þessvegna skortir ekki að styrr hefur staðið og stendur um Sambandið. Ymsum finnst það vera fyrir sér og þar eru öfl að verki, sem koma víða við. — Hvar finnst þér að skórinn kreppi helst að samvinnuhreyfing- unni nú? — Vandamálin eru mörg í þjóðfélagi verðbólgunnar og ekki bjart framundan ef ekki tekst að snúa hana niður. Blanda ég því ekki inn í þetta. En það er sérstakt vandamál samvinnuhreyfingarinnar, hversu miklu kostnaðarsamara er að reka viðskipti og þjónustu í dreifbýli en þéttbýli og fer þessi munur vaxandi, t.d. vegna okurvaxtastefnunnar. Kemur þetta afar illa við kaupfélögin, því að það fellur að sjálfsögðu mjög í þeirra hlut að annast viðskipti og þjónustu í dreifbýlinu. Aðrir hafa, margir hverjir, gefist upp við það. Enn sem komið er fást þessi met ekki jöfnuð hér á landi hliðstætt og sums staðar annars staðar. Er brýnt að fá hér bætur á svo að eðlilegur rekstur þrífist í dreifbýlinu. Þá koma vandamál landbúnaðarins þungt niður á samvinnuhreyfing- unni. Y7erðum við að vona að með sameiginlegu átaki bænda og ríkisvalds takist að rífa sig út úr þeirri kreppu eins og áður hefur tekist þegar syrt hefur að. — Hver telurðu brýmustu verkefni samvinnuhreyfingarinnar í næstu framtíð? — Mestu skiptir núna fyrir samvinnuhreyfinguna að ráð finnist til þess að draga úr óðaverðbólgunni, fyrirbyggja hrun og skapa skilyrði á ný fvrir eðlilegum rekstri atvinnu- og viðskiptafvrirtækja, þar á meðal í dreifbýlinu. L’m sér\erkefni samvinnumanna mætti margt segja, ég nefni þessi: Mér finnst mjög mikilvægt að vel takist að framkvæma stefnuyfir- lýsingu aðalfundar Sambandsins frá 1977 á 75 ára afmælinu, um stóraukið fræðslu- og félagsstarf á vegum kaupfélaganna og Sam- bandsins, og það gleður mig hvað rösklega hefur verið hafist handa um framkvæmd hennar. Það þarf félagslega vakningu innan sam- vinnuhreyfingarinnar eins og víða annars staðar hjá okkur, og mér sýnist hilla undir hana strax í upphafi þessarar nýju sóknar innan

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.